Fylg­i Sjálf­stæð­is­flokks­ins dregst sam­an um 3,1 prós­ent­u­stig mill­i mán­að­a sam­kvæmt nýrr­i könn­un MMR. Það er nú 25,7 prós­ent en var 28,7 í síð­ust­u könn­un. Fylg­i Vinstr­i grænn­a er næst­um ó­breytt, nú 13,1 prós­ent en var 12,9. Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn bæt­ir við sig fylg­i og fer úr 10,5 prós­ent­um í 12,6.

Stuðn­ing­ur við rík­is­stjórn­in­a, sem flokk­arn­ir þrír mynd­a, var 55,1 prós­ent og minnk­ar um rúm­leg­a eitt prós­ent­u­stig mill­i kann­an­a. Þá mæld­ist stuðn­ing­ur við hana 56,2 prós­ent.

Mynd/MMR

Fylg­i Pír­at­a eykst, mæld­ist nú 11,3 prós­ent en var 9,6 prós­ent í síð­ust­u könn­un. Sam­fylk­ing­in er nú með 10,9 prós­ent en var 11,3 prós­ent. Fylg­i Við­reisn­ar mæld­ist nú 10,6 prós­ent en var 8,8 prós­ent í síð­ust­u könn­un.

Fylg­i Sós­í­al­ist­a­flokks Ís­lands mæld­ist nú með 5,7 prós­ent­a fylg­i og en var með 6,0 prós­ent í síð­ust­u könn­un. Fylg­i Mið­flokks­ins er 5,7 prós­ent og var 5,8 prós­ent. Fylg­i Flokks fólks­ins mæld­ist nú 3,3 prós­ent og mæld­ist áður 4,8 prós­ent. Stuðn­ing­ur við aðra flokk­a mæld­ist sam­an­lagt 1,2 prós­ent.

Könn­un fór fram dag­an­a 7. til 12. maí og tóku 953 þátt í henn­i.