Ríkis­stjórnin fengi alls 45,1 prósent at­kvæða ef gengið yrði til kosninga í dag sam­kvæmt nýrri könnun Maskínu. Sam­kvæmt niður­stöðunum er það Fram­sóknar­flokkurinn sem tekur dýfu og mælist að­eins með 15,6 prósenta fylgi sem er minna en þau fengu í kosningunum í septem­ber á síðasta ári þegar flokkurinn fékk 17,3 prósenta fylgi.

Hinir ríkis­stjórnar­flokkarnir falla einnig í fylgi miðað við það sem þau fengu í kosningunum en Sjálf­stæðis­flokkurinn mælist með 20,8 prósent en fékk 24,4 prósent at­kvæða í kosningunum í fyrra. Vinstri græn mælast núna með 8,7 prósenta fylgi sem er að­eins hærra en í síðustu könnun en þau fengu 12,6 prósent at­kvæða í kosningunum.

Sam­kvæmt niður­stöðunum bæta bæðu Sam­fylkingin og Við­reisn við sig fylgi miðað við síðustu könnun og miðað við kosningarnar fyrir ári. Sam­fylkingin mælist nú með 15 prósenta fylgi og Við­reisn með 10,4 prósent. Fram kemur í saman­tekt Maskínu um niður­stöðurnar að um sé að ræða annað sinn sem Við­reisn mælist yfir 10 prósent en annars hefur fylgi þeirra verið um 9 prósent.

Hvað líður að öðrum flokkum þá mælist fylgi Sósíal­ista nú sjö prósent og Píratar með tólf prósent. Bæði Mið­flokkurinn og Flokkur fólksins eru með um eða yfir fimm prósent fylgi.

Ríkisstjórnin er fallin samkvæmt þessum tölum.
Mynd/Maskína