Dómsmál

Fylgdist með manni í Armani-bol elta dyra­vörðinn uppi

Vitni segist hafa séð fimm til sex menn veitast að tveimur dyravörðum á Shooters. Það lýsir því hvernig annar dyravörðurinn flúði bakvið vegg og brothljóðin sem heyrðust þegar árásarmanni tókst að elta hann uppi.

Annar dyravörðurinn var fluttur á Landspítalann þungt haldinn með alvarlegan mænuskaða. Fréttablaðið/Anton Brink

Landsréttur hefur birt gæsluvarðhaldsúrskurð yfir karlmanni sem grunaður er um að hafa tekið þátt í árásinni á tvo dyraverði skemmtistaðarins Shooters í síðasta mánuði. Þar lýsir vitni því að fimm til sex menn hafi veist að dyravörðunum tveimur og hvernig annar þeirra, sem reyndi að flýja árásina, var eltur uppi. Sá hlaut alvarlegan mænuskaða.

Reyndi að flýja

Gæsluvarðhaldsúrskurðurinn er frá 28. ágúst en var ekki birtur fyrr en í dag sökum rannsóknarhagsmuna. Vitnið lýsir því sem fyrir augu bar og hvernig mennirnir kýldu og spörkuðu í dyraverðina, og þegar annar dyravörðurinn reyndi að flýja undan árásarmönnunum. Karlmaður í bol merktum Armani hafi þá elt hann uppi og þegar þeir hafi verið komnir í hvarf hafi heyrst brothljóð. Árásarmennirnir hafi í framhaldinu látið sig hverfa.

Tilkynning um árásina barst lögreglu klukkan rúmlega tvö aðfaranótt sunnudagsins 26. ágúst. Þegar hún kom á staðinn lá annar dyravörðurinn hreyfingarlaus neðst á tröppum við bakdyr skemmtistaðarins, og tókst honum að tjá lögreglu að hann gæti ekki hreyft sig. Hann gat ekki tjáð sig frekar og var fluttur á Landspítala þungt haldinn með alvarlegan mænuskaða og marinn í andliti. 

Vísað út vegna óláta

Skýrsla var tekin af hinum dyraverðinum bæði á vettvangi og á lögreglustöð, sem sagði að upphaf málsins mætti rekja til þess að einum manni hafi verið vísað út af staðnum sökum láta og ónæðis í garð annarra viðskiptavina.

Skömmu síðar hafi sá maður komið til baka með hóp manna með sér og veist að hinum dyraverðinum. Dyravörðurinn hafi reynt að hlaupa undan þeim, en gat ekki lýst árásinni nánar því sjálfur hafi hann sætt árás frá hópi manna. Lýsti hann því að mennirnir hafi slegið sig ítrekað með krepptum hnefahöggum í andlit.

Alls voru fjórir Íslendingar handteknir í tengslum við málið en þremur þeirra sleppt 7. september. Einn er enn í haldi. 

Gæsluvarðhaldsúrskurðinn má lesa hér.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Einn áfram í haldi vegna árásar við Shooters

Innlent

Í gæsluvarðhaldi fyrir að berja dyravörð til óbóta

Dómsmál

Dómurinn leggur línur um heimildavernd blaðamanna

Auglýsing

Nýjast

Margar til­kynningar um verk­falls­brot

Vísindamenn varpa ljósi á tilurð Ryugu

Stoltir af nem­endum sem stóðu með Za­inab

Minntust fórnar­lambanna í Utrecht

Björgunarsveitir hafa sinnt tugum verkefna

Vilja hamingju­samari fugla, aðra yl­strönd og mat­höll í Mjódd

Auglýsing