Í­búar víða um Spán, þar á meðal í höfuð­borginni Madríd, urðu varir við furðu­lega sjón í dag þegar heitir vindar frá Sahara-eyði­mörkinni blésu appel­sínu­gulu ryki yfir himininn og svo úr varð sjón sem minnir einna helst á at­riði úr fram­tíðar­tryllinum Blade Runn­er.

Margir Spán­verjar upp­götvuðu lag appel­sínu­gulu ryki á götum sínum, húsum og bílum þegar þeir vöknuðu í morgun og skyggni í borgum á borð við Madríd og Granada náði sums staðar ekki lengra en fjóra kíló­metra, að sögn spænsku veður­stofunnar.

Yfir­völd í Madríd hafa lýst loft­gæðum í höfuð­borginni sem „ein­stak­lega ó­hag­stæðum“ og á þeim svæðum er lent hafa verst í ryk­menguninni hafa í­búar verið hvattir til að nota and­lits­grímur og forðast að stunda líkams­rækt utan­dyra.

Mjög slæm rykmengun

Spænska veður­stofan lýsir ryk­menguninni frá Sahara sem mjög slæmri þótt ó­víst sé hvort þetta sé versta slíka til­fellið sem vitað er um. Búist er við því að mengunin muni halda á­fram að aukast næstu daga og gæti náð allt norður til Hollands og norð­vestur­hluta Þýska­lands.

Að sögn veður­stofunnar hafa heitir vindar frá Afríku sem blésu einnig með sér stormi sem or­sakaði lang­þráða rigningu á þurrka­svæðum en gerðu það einnig að verkum að hita­stig á sumum stöðum hækkaði upp í 20 gráður.

Í Málaga á suður­strönd Spánar blandaðist rykið saman við rigningu áður en hún féll niður svo úr varð einkar furðu­leg úr­koma.

„Það var eins og það væri að rigna drullu. Ég sat í bílnum mínum í morgun og drullunni var bók­staf­lega að rigna niður,“ sagði há­skóla­neminn Álvaro López í Málaga.

Skyggni er einkar slæmt í borginni Granada um þessar mundir.
Fréttablaðið/Getty
Frá þorpinu Navares á Suður-Spáni.
Fréttablaðið/Getty