Þor­bergur Aðal­steins­son, fyrr­verandi lands­liðs­þjálfari í hand­bolta, segir að á­sakanir á hendur sér um dólgs­hátt og til­raun til flug­ráns í ágúst síðast­liðnum sé upp­spuni. Þor­bergur var til við­tals í Bítinu á Bylgjunni um málið og furðaði sig á um­fjöllun fjöl­miðla um málið.

Þar vísar hann í fréttir sem bárust til Ís­lands í ágúst síðast­liðnum af því að ís­lenskur karl­maður á sjö­tugs­aldri hefði reynt að brjóta sér leið inn í flug­stjórnar­klefa í vél Wizz Air sem var á leið til Kefla­víkur frá Ung­verja­landi. Síðar full­yrti norska lög­reglan að sú stað­hæfing hefði verið ýkt.

Í við­talinu á Bylgjunni segir Þor­bergur meðal annars frá því að hann hafi fengið hjarta­á­fall árið 2012. Hann hafi í kjöl­farið breytt lífs­stíl sínum en fengið önnur hjarta­á­föll árið 2015 og nú í ár. Þá hafi hann einnig lent í bíl­slysi á Suður­lands­vegi þar sem hann hafi slasast illa og segir hann stoð­kerfi sitt illa farið.

„Þetta hefur ekkert verið glæsi­legt ár,“ segir Þor­bergur. Hann segist hafa farið í t­ann­að­gerð til Ung­verja­lands. Síðan hafi hann 15. ágúst farið í flug heim, klukkan sjö að morgni. Hann hafi þurft að yfir­gefa hótelið klukkan 03:00 og átt erfitt með svefn í kjöl­far bíl­slyssins.

Tók eina svefn­töflu

„Þarna akkúrat hafði ég ekki tekið neinar verkja­töflur og leið nokkuð vel en það sem gerist er að ég sofna ekkert fyrir þann tíma þannig ég er búinn að á­kveða að fá mér eina svefn­töflu áður en ég fer í vélina klukkan sjö og ég sofna mjög fljót­lega,“ segir Þor­bergur.

Hann segist hafa vaknað þremur tímum síðar, hálf­ryðgaður og kallað á að­stoð flug­freyju. Hann hafi pantað sér morgun­mat og þá hafi hann bara verið með evrur og ekki greiðslu­kort.

„Ég sit fremst í vélinni og þið vitið hvernig borðið kemur upp og þetta er allt vesen og ég illa vaknaður. Það hleypur ein­hver pirringur í hana út af þessu öllu og hún rífur morgun­matinn bara af borðinu,“ segir Þor­bergur. Flug­freyjan hafi farið og hann þá næst staðið upp.

„Ég stend upp og labba alveg fremst og henni hefur eitt­hvað brugðið. Svo reyndi ég að fara á klósettið og var örugg­lega svo­lítið ör í snúningum. Svo labbaði ég að henni og spyr hvort hún geti ekki reddað þessu og það er enn pirringur í henni. Svo sest ég í sætið og ég sofna,“ segir Þor­bergur.

Hann hafi þá vaknað við það þremur korterum seinna að flug­þjónn ýtir í hann og biður hann um vega­bréf. Hann hafi fyrst mót­mælt því og svo látið hann hafa vega­bréfið sitt.

„Svo dotta ég á­fram og svo veit ég ekki fyrr en að vélin er að fara að lenda í Stavangri. Þá heyri ég bara í há­talaranum að vélin er að fara að lenda,“ segir Þor­bergur. Hann kveðst ó­sáttur við þær fregnir að sér hafi verið ýtt í sætið sitt og að komið hafi til handa­lög­mála í vélinni, sem birst hafi í fjöl­miðlum. „Það var ekkert þannig,“ segir hann.

Hann hafi setið ró­legur fremst fremst. „Svo opnast hurðin. Kemur ekki lög­reglu­kona á fleygi­ferð með svona skjöld og beint að mér og kallar á mig að vera ró­legur. Ég horfi á hana og svo vinstri til hægri og var svo bara hand­járnaður og borinn út,“ segir hann. Við hafi tekið mikill við­búnaður fyrir utan vélina sem hafi komið Þor­bergi spánskt fyrir sjónir.

Málið niður­fellt og hand­takan ó­lög­mæt

Hann segist ekki hafa haft hug­mynd um hvað væri að gerast, en segist hafa verið pollró­legur um að málið myndi leið­réttast. Á lög­reglu­stöðinni hafi verið tekin af honum hand­járnin og hann settur inn í for­látan klefa.

Lög­reglan hafi svo séð að hann væri ekki dópaður og ekki í annar­legu á­standi. Þor­bergur segir ljóst að flug­stjórinn hafi farið fram úr sér í við­brögðum vegna málsins. Þor­bergur hafnar því að hann hafi verið ógnandi í vélinni.

„Það voru allir yfir­heyrðir í kringum mig og á­höfnin. Það voru allir sam­mála um að það hafi ekkert gerst. Lög­reglan felldi svo málið niður,“ segir Þor­bergur og segir hann Ís­lending í vélinni hafa hringt í Hring­brat og málið svo spunnist þannig, líkt og hann hafi reynt að ræna vélinni. Aðrir fjöl­miðlar hafi svo fylgt þessu eftir.

„Þetta er bara níð á mér og ég veit ekkert af hverju og ég veit ekkert hver þessi maður er,“ segir Þor­bergur. Hann segist ekkert hafa látið heyra í sér í fjöl­miðlum vegna þess að hann hafi þurft að bíða niður­stöðu norskra lög­reglu­yfir­valda. Málið hafi verið látið niður falla.

„Núna var ég að fylla út form þar sem lög­reglan mun greiða mér bætur fyrir ó­lög­lega hand­töku,“ segir Þor­bergur. Hann hafi ekki neytt neins á­fengis og alls ekki reynt að brjóta sér leið inn í flug­stjórnar­klefann líkt og meðal annars hafi komið fram í kvöld­fréttum Stöðvar 2.

Hann segist ósáttur við að enginn hafi reynt að heyra í sér, en hann segist hafa ákveðið að svara engum fjölmiðli stuttu eftir málið, vegna eigin reiði. Hann segist skoða það að stefna flugfélaginu. Hann hafi einungis fengið að heyra að hann væri ekki velkominn í flug með þeim næstu tólf mánuði.