Logi Einars­son, for­maður Sam­fylkingarinnar, segir Guð­laug Þór Þórðar­son utan­ríkis­ráð­herra hafa „sleppt að nefna“ mikil­væga á­stæðu fyrir komu Mike Pence, vara­for­seta Banda­ríkjanna, til Ís­lands. Hann biður hann um frekari skýringar á komu vara­for­setans til landsins.

„Í við­tali um heim­sókn Mike Pence vara­for­seta Banda­ríkjanna til Ís­lands, hélt Guð­laugur Þór utan­ríkis­ráð­herra því fram að til­efni komu hans væri að ræða sam­starf á sviði efna­hags- og við­skipta­mála,“ segir Logi á Face­book-síðu sinni.

Á­stæðan sé í raun allt önnur, líkt og Hvíta húsið hafi sjálft greint frá á heima­síðu sinni.

„Hann sleppti aftur á móti að nefna að á­stæðan er ekki síður að undir­strika land­fræði­legt mikil­vægi Ís­lands á norður­slóðum og að­gerðir NATÓ til að bregðast við auknum um­svifum Rúss­lands. Þetta kemur fram á heima­síðu Hvíta hússins,“ segir Logi.

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.

Hann tekur jafn­framt fram að mörgum hafi brugðið í brún þegar ríkis­stjórnin færði 300 milljónir af fyrir­huguðum fram­lögum til þróunar­að­stoðar í við­hald mann­virkja NATÓ á Kefla­víkur­flug­velli. „Enn frekar þegar í ljós kom að um­fang fram­kvæmda virðist marg­falt það sem kynnt var.“

Þá segist Logi hafa þann 23. júlí síðast­liðinn óskað eftir því að utan­ríkis­ráð­herra, eða full­trúar utan­ríkis­ráðu­neytisins, komi á fund utan­ríkis­mála­nefndar til að gera betur grein fyrir fyrir­hugaðri upp­byggingu á varnar­svæðinu í Kefla­vík.

„Ég bað einnig um að gerð verði betri grein fyrir hvaða á­form eru um við­veru her­manna þar. Mér hefur ekki borist svar en hef í­trekað beiðni mína og í leiðinni beðið um munn­lega skýrslu vegna heim­sóknar Pence til landsins.“

Frétta­blaðið greindi frá því í morgun að fyrir­huguð heim­sókn Pence verði þann 3. septem­ber næst­komandi. Vitnað var í til­kynningu Hvíta hússins þar sem sagði einnig verði farið yfir tæki­færi landanna tveggja til að auka við­skipti og fjár­festingar sín á milli.

Færslu Loga má sjá hér fyrir neðan.

Í viðtali um heimsókn Mike Pence varaforseta Bandaríkjanna til Íslands, hélt Guðlaugur Þór utanríkisráðherra því fram að...

Posted by Logi Einarsson on Thursday, August 15, 2019