Logi Einars­son, for­maður Sam­fylkingarinnar, segir að lög­reglumenn hafi gengið fram með ó­venju harka­legum hætti þegar þeir beittu pipar­úða gegn hælis­leit­endum sem komnir voru á Austur­völl í gær til að mót­mæla.

„Í dag varð ég vitni að ó­venju harka­legum við­brögðum lög­reglu, gagn­vart hóp í afar veikri stöðu, sem hugðist tjalda á Austur­velli og vekja at­hygli á mál­stað sínum,“ skrifar Logi í færslu á Face­book.

Boðað var til mót­­mæl­anna að beiðni hæl­is­­leit­enda á Ís­landi sem vildu fund með dóms­­mála­ráð­herra, for­­sæt­is­ráð­herra, vel­­ferðar­ráð­herra og full­­trú­um Út­lend­inga­­stofn­un­ar. Að þeirra sögn hafði ekki verið brugðist við því.

Logi segist ekki reka minni til þess að svona „til­tölu­lega fá­mennum mót­mælum hafi áður verið mætt með slíkum að­gerðum“. Jafn­framt hafi hann ekkert séð sem gaf til­efni til slíkra við­bragða lög­reglu.

Hann gagn­rýnir Sig­ríði Á. Ander­sen dóms­mála­ráð­herra og fyrirhugaðar breytingar á hælis­leit­enda­lög­gjöfinni. „Þetta bætist við sí­felldar þrengingar reglu­gerða dóms­mála­ráð­herra í mál­efnum hælis­leit­enda og flótta­manna og boðað frum­varps hennar um sömu hópa, sem eru mikil aftur­för,“ skrifar Logi og veltir fyrir sér hvað stjórn­völdum gengur til.

„Er nema von að maður spyrji á hvað leið stjórn­völd eru og hvort hún sé farin með sam­þykki VG?