Enginn bíll Opel eða Vauxhall er nú framleidd af kraftagerðunum VXR og hefur ekki verið á síðustu árum. Það þýðir þó ekki að Opel/Vauxhall hafi afskrifað framleiðslu kraftaútgáfa af bílum sínum því til stendur að næsta kynslóð Opel/Vauxhall Corsa verði boðin í slíkri útfærslu og að hann sjái dagsljósið árið 2021.

Þessum bíl verður att gegn Ford Fiesta ST og mun fá afl sem verður norðanmegin við 200 hestöflin. Það er þó í höndum eigenda Opel/Vauxhall, þ.e. hinun franska PSA Group hvernig framleiðslu hans verður háttað, en Corsa verður systurbíll Peugeot 208 GTi. Árið 2021 mun einnig koma ný kynslóð af Opel Astra bílnum og víst má vera að þar verði í boði rafmagnsútfærsla hans ásamt hefðbundnum bensín- og dísilútgáfum.