„Þetta er ótrúlega óvænt og skemmtilegt,“ segir Laufey Árnadóttir sem sigraði í myndaleik Fréttablaðsins og Play í gær og fékk að launum hundrað þúsund króna gjafabréf frá flugfélaginu.

Heppnin var svo sannarlega með Laufeyju en þátttakendur voru hátt í átta þúsund. Hún hefur ekki ákveðið hvert ferðinni er heitið.

„Nú á ég eftir að ákveða það,“ segir Laufey sem ætlar að leggjast í rannsóknarvinnu til að finna besta áfangastaðinn. Aðspurð segist Laufey aldrei áður hafa unnið í leik af þessu tagi og hafi þetta því komið henni skemmtilega á óvart.

Play-flugvélin er falin á síðum Fréttablaðsins á hverjum degi og ættu lesendur því að hafa augun vel opin við lesturinn. Næsti útdráttur verður þann 30. janúar.

Fleiri leikir af þessu tagi með flugfélaginu Play verða kynntir á síðum Fréttablaðsins á næstu dögum.