Innlent

Funduðu um heimilis­lausa: „Það vantar meira sam­­tal og traust“

Langur fundur um málefni heimilislausra og þeirra sem eru utangarðs fór fram í Ráðhúsinu í dag.

Heiða Björg er formaður velferðarráðs. Fréttablaðið/Ernir

Það dýrmætasta var þetta samtal við þessa aðila sem við buðum til fundarins,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Velferðarráðs Reykjavíkurborgar. Í dag fundaði ráðið með um 20 hagsmunaaðilum auk notendum þeirrar þjónustu sem heimilislausir og þeir sem eru utangarðs nýta sér.

Heiða Björg segir við Fréttablaðið að niðurstaða þess samtals sem farið hafi fram í dag verði notuð í vinnu við stefnumótun í málaflokknum en sérstökum stýrihópi bíður sú vinna.

Á fundinum í dag var ákveðið að stefna á að opna annað gistiskýli fyrir unga karlmenn í vímuefnaneyslu. Heiða Björg segir að sú hugmynd sé ekki ný af nálinni og að hana þurfi ekki að ræða frekar. „Við ákváðum að kaupa gistiheimili til að gera 25 íbúðir fyrir þennan hóp.“ Hún segir að ef allt gangi eftir gæti slíkur staður verið kominn í rekstur innan þriggja mánaða.

Í það minnsta fjórir sem tilheyra hópi þeirra sem er utangarðs mættu til fundarins í dag, að sögn Heiðu Bjargar, en hún segir að ákveðið hafi verið að efna til annars fundar, smærri í sniðum, með þeim. „Það er ekki þægilegt að tilheyra þessum hópi tjá sig á svona fjölmennum fundi.“

Alls 349 heimilislausir eða utangarðs

Heiða Björg segir að 349 manns tilheyri hópi þeirra sem eru utangarðs eða heimilislausir. Hún tekur þó fram að um sé að ræða afar fjölbreyttan hóp sem glími við ólíkan vanda og aðstæður. Það leysi ekki allan vanda að útvega þessu fólki húsnæði. Meira þurfi að koma til. Þjónustan þurfi að vera einstaklingsbundin og að komið sé fram við notendur af virðingu. Til þess þurfi samvinnu.

Hún segir að á fundinum hafi komið fram að það sem helst vanti upp á, hvað þjónustuna varðar, séu betri samskipti; samtal á milli þeirra sem sinni hópnum. „Það þarf að vera meira samtal á milli ríkis og borgar, hagsmunaaðila og notendanna sjálfra. Það vantar meira samtal og traust en ég held að fundurinn í dag hafi verið gott skref í þá átt.“

Þriðjungur fólksins með húsnæði

Eins og áður segir telur hópur þeirra sem er utangarðs eða heimilislaus 349 manns í Reykjavík. Heiða segir að í grófum dráttum megi skipta hópnum í þrennt. Þriðjungur hópsins sé fólk sem dvelji á stofnunum; svo sem á spítölum, í fangelsi eða í kvennaathvarfi. Þriðjungur sé í fastri búsetu á vegum borgarinnar en er samt skilgreindur sem utangarðs. Þriðji þriðjungurinn sé hópur sem noti neyðarskýlin eða gisti hjá vinum og ættingjum. Hún segir aðspurð að stór hluti þess hóps glími við fíknivanda en tiltölulega lágt hlutfall hinna hópanna tveggja. 

Heiða Björg er mjög ánægð með fundinn og segir hann hafa skilað miklu. „Já, ég er það. Ég lærði mikið og fylltist bjartsýni. Það er alltaf gott að setjast niður og ræða málin. Það á enginn að þurfa að sofa úti í Reykjavík. Við þurfum að vinna að því að sinna þessum hópi sem er til staðar og koma í veg fyrir að fólk lendi í þessari aðstöðu.“

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Inn­­kaup­­a­r­egl­­ur brotn­­ar við end­ur­gerð bragg­­ans

Innlent

Þriggja bíla árekstur á Reykjanesbraut

Innlent

Egill í Brim­borg þjarmar enn að RÚV vegna Kveiks

Auglýsing

Nýjast

Segir sannar­lega út­lit fyrir að Khas­hoggi sé látinn

Kirkj­an sam­þykk­ir að greið­a borg­inn­i 41 millj­ón evra

Falsaði hæfni­próf til að fá flug­liða­skír­teini

Á­góði sýninga á Lof mér að falla til Frú Ragn­heiðar

Tvö bjóða fram til formanns BSRB

Enn fleiri í hættu á hungursneyð í Jemen

Auglýsing