Bresk hjón fundust látin á heimili sínu í Ír­landi en talið er að þau hafi látist fyrir um á­tján mánuðum síðan. Lög­reglan á Ír­landi rann­sakar málið en ekki er talið að dauðs­föllin hafi borið að með sak­næmum hætti.

Hilary Smith var 79 ára og maðurinn hennar Nicholas Smith 81 árs þegar þau létust í lok árs 2020. Lík þeirra fundust á mánu­daginn síðast­liðinn eftir að ná­grannar lýstu yfir á­hyggjum yfir af­drif þeirra.

Nicholas fannst í svefn­her­berginu en Hilary í stofunni. Glugga­tjöld voru dregin fyrir og engin um­merki fundust um inn­brot eða sak­næmt at­hæfi.

Ekki er enn ljóst hvað olli dauðs­föllunum en helstu kenningar eru að þau hafi látist úr kol­sýring­seitrun eða kórónu­veiru. Lög­reglan segir þó ekkert stað­fest enn.

Óhirtur garður olli áhyggjum


Hjónin voru á eftir­launum og áttu engin börn, sam­kvæmt heimildum The Guar­dian. Ná­grannar sögðu parið vera kurteist en að þau vildu helst vera í ein­rúmi.

Í lok árs 2020 voru hjónin að í­huga að flytja til Frakk­lands og sögðu fólki frá þeim á­formum. Þau borguðu manni fyrir fram til að sjá um lóðina. Sam­komu­tak­markanir gerðu það sömu­leiðis að verkum að fólk kippti sér ekki upp við það að parið skyldi ekki sjást mikið á flakki.

Ná­grannar fóru að hafa á­hyggjur af því að ekki hafi spurst til hjónanna lengi og ó­hirt lóðin ýtti undir þær áhyggjur. Þá var bíll hjónanna lagður fyrir framan húsið.

Vís­bendingar frá mat­vörum á heimilinu gáfu til kynna að parið hafi látist í nóvember eða desember árið 2020.