Innlent

Fundurinn í dag skilaði engu

Fundur samninganefndar Ljósmæðrafélagsins og ríkisins hjá ríkissáttasemjara í dag skilaði engu. Næsti fundur er 26. apríl.

Katrín segir að umboð til þess að semja sé lítið. Fréttablaðið/Eyþór

Enn er langt á milli samninganefnda Ljósmæðrafélagsins og ríkisins. Fundur hjá ríkissáttasemjara í dag skilaði litlum sem engum árangri. Næsti fundur er eftir tíu daga. Þetta segir Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samningarnefndar Ljósmæðrafélagsins. 

Fulltrúar Ljósmæðrafélagsins og samninganefnd ríkisins hafa setið að samningaborði frá því á september á síðasta ári.

„Það virðist bara vera algjört umboðsleysi hjá þeim,“ segir Katrín í samtali við Fréttablaðið. „Það er enginn vilji hjá ríkinu og ekkert umboð til þess að semja. Það virðist vera aukið samtal, en kannski frekar innihaldsrýrt.“ 

Hópur stuðningsmanna kom sér fyrir fyrir utan skrifstofu ríkissáttasemjara í dag til þess að styðja ljósmæður. Að sögn Katrínar söfnuðust stuðningsmenn einnig saman á Akureyri og Suðurnesjum.

Katrín segir ljósmæður vera ánægðar með stuðninginn, en þetta er ekki í fyrsta skipti sem hópur fólks safnast saman fyrir utan hjá ríkissáttasemjara á meðan fundum stendur. „Við fögnum því í öll skipti, þó niðurstöður fundarins hafi ekki verið jafn mikið gleðiefni.“

Næsti fundur er 26. apríl næstkomandi. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

19 ljósmæður sagt upp störfum á síðustu vikum

Innlent

Foreldrar styðja ljósmæður: Þetta er ekki í boði

Stjórnmál

Yfir­lýsing ljós­mæðra „ó­skiljan­leg og til­hæfu­laus“

Auglýsing

Nýjast

Verðandi foreldrar geti andað léttar

Var að taka fram­úr þegar áreksturinn varð

Mót­mæla af­sökunar­beiðni Stein­gríms til Kjærs­ga­ar­d

Björguðu Hvítu hjálmunum frá Sýr­landi

Stuðnings­hópur ljós­mæðra slær sam­stöðu­fundi á frest

Hildur Knúts­dóttir sagði skilið við VG

Auglýsing