Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, munu funda í húsi Landhelgisgæslunnar á Keflavíkurflugvelli þann 4. september að kvöldi til.

Fundurinn er í tengslum við heimsókn varaforsetans til Íslands. Fréttablaðið greindi frá því að Mike Pence, vara­­for­­seti Banda­­ríkjanna, ætlaði sér að dvelja lengur á Ís­landi en upp­­haf­­legar á­ætlanir stóðu til um. Þá ætlaði Pence einungis að hitta Guðlaug Þór Þórðarson þann 3. septem­ber og ferðast svo til Bret­lands daginn eftir.

Katrín verður á ársþingi Norrænu verkalýðshreyfingarinnar í Svíðþjóð þann 4. september ætlaði hún upphaflega ekki að hitta Pence. Fjarvera hennar vakti heimsathygli. Katrín hefur í­trekað lýst því yfir að nær­vera Pence hafi ekki haft á­hrif á á­­kvörðun sína, fundurinn hafi verið á­­kveðinn áður en heim­­sókn hans hafi verið til­­kynnt.

Nú hefur Pence staðfest að hann verði lengur á Íslandi til að hitta Katrínu, og verður fundurinn á Keflavíkurflugvelli, rétt eftir að Katrín snýr aftur til landsins af fundum í Svíþjóð og Danmörku.

Ræða „innrásir“ Kína og Rússlands

Pence hyggst ræða „innrásir“ Kína og Rússlands inn á norðurslóðir í heimsókn sinni til Íslands en Bandaríkjastjórn hefur lýst yfir áhyggjum sínum yfir umsvifum Rússa á norðurslóðum. Varaforsetinn mun einnig ræða mikil­­vægi landfræði­­legrar legu Ís­lands á norðheimskautssvæðinu, sem og starf­­semi NATO vegna aukinna um­­­svifa Rúss­lands í heims­hlutanum.