Er fimm ung­­menni voru á gangi á fá­­förnum vegi á föstu­­dag í ná­grenni þorpsins Sosnovka, í út­jaðri borgarinnar Novosi­brisk í Síberíu í Rúss­landi, komu þeir auga á torekkni­­legan kassa. Þegar þeir lýstu á kassann með far­­síma áttuðu þeir sig á því að í honum lá ung­barn.

Ung­­mennin höfðu um­­­svifa­­laust sam­band við for­eldra sína sem komu á staðinn og fóru með barnið hið snarasta á sjúkra­hús. Lög­regla rann­sakar nú málið sem til­­raun til mann­­dráps.

Barnið var skoðað af læknum og kom í ljós að það var við góða heilsu. For­eldrar eins þeirra sem gengu fram á það hafa óskað eftir að ætt­­leiða það en fyrst þarf að ganga úr skugga um hvort hægt sé að hafa upp á for­eldrum þess.

Dmi­­try Lit­vin­ov, faðir eins ung­­mennsins, segir í sam­tali við dag­blaðið NGS að hópurinn hafi verið á gangi á jóla­­­dag réttrúnaðar­­kirkjunnar. Þá komu þeir auga á eggja­­kassa og fundu stúlku­barn vafið í larfa með pela sér við hlið.

Dmi­try og Anna Lit­vin­ov á­samt stúlkunni og sjúkra­hús­starfs­manni.
Mynd/Si­berian Times

Renat sonur Lit­vin­ov hafði sam­band við for­eldra sína sem flýttu sér á staðinn. Þau keyrðu síðan með stúlkuna á sjúkra­hús en hún var þriggja daga gömul er hún fannst. Óttast var um af­drif hennar og hún hefði fengið kal. Læknar hlýjuðu henni og í ljós kom að hún slapp heil úr frostinu.

Lit­vin­ov-hjónin vilja ætt­­leiða stúlkuna en fyrir eiga þau þrjá syni.