Í Hafnarfirði hafði lögreglan afskipti af konu vegna þess að vímuefnalykt fannst frá íbúð hennar. Í dagbók lögreglunnar kemur fram að þegar konan var spurð um vímuefnin framvísaði hún þeim og í kjölfarið skrifaði lögregla vettvangsskýrslu um málið.

Lögreglan sinnti að vanda fjölbreyttum verkefnum í gær og í nótt og í dagbókinni kemur fram að einhver fjöldi ökumanna hafi verið stöðvaður vegna gruns um akstur undir áhrifum eða eftir hraðamælingar.

Einn ökumaður mældist á 130 kílómetra hraða í Ártúnsbrekkunni. Hann var einnig grunaður um akstur undir áhrifum.