Fornleifafræðingar fundu nýja steingervinga af risaskjaldböku á stærð við bíl og hafa komist að ýmsu um líferni tegundarinnar. Skjaldbakan, Stupendemys geographicus, er talin hafa uppi fyrri sjö til þrettán milljónum ára. Steingervingar hafa fundist bæði í Tatacoa eyðimörkinni í Kólumbíu og á Urumaco svæðinu í Venesúela.

Fyrstu Stupendemys voru uppgötvaðir á sjöunda áratugnum en mikil dulúð hefur síðan sveipað þetta fjögurra metra langa dýr.

Barðist við risakrókódíl

Nú segjast rannsakendur skjaldbökunnar hafa fundið þriggja metra langa skel af karlkynsskjaldböku af þessari dularfullu tegund. Karldýrið var með horn sitt hvorum megin á skelinni og benda ör á skelinni til þess að hornin hafi verið notuð eins og spjót til að berjast við keppinauta.

Talið er að risaskjaldbökurnar hafi lifað á árbotnum í návígi við risakrókódíla. Risakrókódílstönn fannst föst í skel einnar af steingerðu skjaldbökunum sem fundust á svæðinu.

Risarnir lifðu á nokkuð fjölbreyttu mataræði og borðuðu breytt úrval smádýra, jurta, ávaxta og fræja. Stærð skjaldbakanna var nauðsynleg til að þær gætu varist árásum rándýra. 

Skjaldbökurnar voru mun stærri en menn.
Mynd/PA Media