Innlent

Fundu muni hinnar látnu við handtöku

Búið er að taka skýrslu af karlmanni sem handtekinn var vegna andláts ungrar konu um helgina. Munir sem voru í eigu konunnar fundust í vörslu mannsins við handtöku.

Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur unnið að rannsókn málsins frá því um helgina.

Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur tekið skýrslu af karlmanni sem situr í gæsluvarðhaldi vegna rannsókn á andláti ungrar konu á Akureyri. Fleiri skýrslutökur eru fyrirhugaðar en við handtöku fundust munir sem hann hafði í vörslum sínum en tilheyrðu hinni látnu. Greint var frá því fyrr í dag að taldar séu yfirgnæfandi líkur á því að maðurinn hafi verið heima hjá konunni þegar hún lést. Kallaði hann ekki eftir hjálp og lét sig hverfa þegar föður konunnar bar að garði. 

Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur unnið að rannsókn málsins frá því um helgina en í dag fór fram húsleit á dvalarstað mannsins með hans samþykki. Þar var lagt hald á síma og tölvubúnað sem tekinn verður til rannsóknar. 

Lögreglan greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni, en þar kemur jafnframt fram að maðurinn og konan hafi þekkst og höfðu verið í samskiptum kvöldið áður. Réttarkrufning hefur farið fram á hinni látnu og niðurstöðu hennar er beðið. 

Rannsóknin er skammt á veg komin og dánarorsök enn ókunn en talið er að fíkniefni hafi komið við sögu, samkvæmt heimildum blaðsins.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Kallaði ekki eftir hjálp og lét sig hverfa

Samfélag

Mis­tök við flutn­ing á líki til Reykj­a­vík­ur hörm­uð

Innlent

Ung kona fannst látin á Akureyri: Einn handtekinn

Auglýsing

Nýjast

For­seta­frúin lætur reka þjóðar­öryggis­ráð­gjafa

Vilja neyðarfund í Öryggisráðinu

Vann 25 milljónir á röð númer 512

Umsóknir um ríkisborgararétt til Alþingis fjórfaldast

Bilun í vél Icelandair á leið til San Francisco

Ætlar að farga plaggatinu

Auglýsing