Lög­reglan í Nýja-Sjá­landi hefur hafið morð­rann­sókn eftir að líkams­leifar fundust í ferða­tösku sem keypt var á upp­boði á dögunum. At­vikið átti sér í Auck­land.

Í frétt BBC kemur fram að taskan hafi verið seld á upp­boði á­samt ýmsum öðrum ó­skila­munum. Þegar kaup­endur töskunnar komu heim og opnuðu hana blasti við þeim miður fal­leg sjón.

BBC vitnar einnig í frétt ný­sjá­lenska fjöl­miðilsins Stuff sem ræddi við ná­granna fjöl­skyldunnar. Einn segir að ekki hafi leikið vafi á því að eitt­hvað miður geðs­legt væri í töskunni ef marka má lyktina sem blossaði upp.

„Ég vissi um leið hvaða lykt þetta var og hugsaði með mér hvaðan þetta gæti komið,“ segir ná­granni fjöl­skyldunnar en sá hefur meðal annars unnið á lík­brennslu­stofu.

Lög­regla segir að í for­gangi sé að bera kennsl á um­ræddar líkams­leifar, hverjum þær til­heyra og hvað gerðist. Segir lög­regla við­búið að sú vinna geti tekið tals­verðan tíma.