Karlmaður um þrítugsaldri fannst látinn í vesturbæ Kópavogs á áttunda tímanum í morgun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Maðurinn fannst í söfnunargámi Rauða Krossins í Kópavogi og herma heimildir fréttastofu Vísis að maðurinn hafi fest sig í gámnum.

Lögregla telur ekkert saknæmt hafa átt sér stað og telur manninn hafa látist af slysförum. Nánari upplýsingar um málið hafa ekki verið gefnar upp að svo stöddu.

Miðlæg rannsóknardeild lögreglu rannsakar nú málið.