Innlent

Fundu kannabisræktun í heimahúsi

Lögreglan í höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í nótt.

Nóttin virðist hafa verið annasöm hjá lögreglunni. Fréttablaðið/Ernir

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu uppgötvaði kannabisræktun í heimahúsi í miðbænum í gærkvöldi og var einn maður handtekinn vegna málsins, að því er fram kemur í dagbók lögreglu. 

Þá hafði lögreglan í nógu að snúast en töluverður fjöldi ökumanna var stöðvaður vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna og áfengis og þá var karlmaður handtekinn á þriðja tímanum í nótt fyrir að hafa áreitt konur fyrir utan skemmtistað í miðbænum. 

Þá voru fjórir karlmenn handteknir í Kópavogi um tvöleytið í nótt en þeir eru grunaðir um að hafa gert tilraun til þess að brjótast inn í fyrirtæki í Kópavogi.  

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

70 missa vinnuna fyrir árslok

Innlent

Tunglið verður almyrkvað í nótt

Innlent

Stormur á Suðvesturlandi í kvöld

Auglýsing

Nýjast

Drottningin og prinsinn beltislaus undir stýri

Stökk út um glugga undan eldtungum: Tveir látnir

Hálka á öllum stofn­brautum á höfuð­borgar­svæðinu

„Allar fangageymslur fullar eftir nóttina“

Mála­miðlunar­til­lögum Trumps hafnað af Demó­krötum

Enginn afsláttur fyrir prinsinn

Auglýsing