Sjávar­líf­fræðingar komu auga á skrítið fyrir­bæri á hafs­botni Kyrra­hafsins þar sem þeir voru við rann­sóknir á dögunum og veltu því fyrir sér hvort um væri að ræða göngu­stíginn til hinnar týndu borgar At­lantis.


Á­höfn könnunar­skipsins Nauti­lis var rann­sóknir á svæðinu Liliʻuokalani Rid­ge ná­lægt Hawai þegar þau sáu eitt­hvað sem líktist gulum hlöðnum göngu­stíg eða „Yellow Brick Road“ á hafs­botni.

Undarlegur, svalur og skrítinn


Í mynd­bandi úr könnunar­skipinu má heyra á­hafnar­með­lim segja „Hvað er þetta?“ og annar svarar „Mér líður eins og ég sé að horfa á leiðina til At­lantis.“


Þá kalla vísinda­mennirnir veginn undar­legan, svalan og skrítinn í mynd­bandinu.

Ó­lík­legt þykir þó að um hlaðinn göngu­stíg sem vísi leiðina til týndu borgarinnar sé að ræða. Lík­legri skýring er að „múr­steinarnir“ hafi myndast í elds­um­brotum á hafs­botni.

Hér að neðan má sjá myndband úr könnunarskipinu: