Um­ræðu um þriðja orku­pakka ESB lauk á þing­fundi núna klukkan 10:26 eftir nærri 19 klukku­stunda fund sem hófst klukkan 15. 30 í gær. Tekið var stutt hlé á fundinum um kvöld­matar­leytið í gær. Eins og áður voru það þing­menn Mið­flokksins sem báru um­ræðuna uppi.

Guð­jón S. Brjáns­son, þing­maður Sam­fylkingarinnar, sinnti við um­ræðuna starfi for­seta þingsins í fjar­veru Stein­gríms J. Sig­fús­sonar. Hann sleit fundi klukkan 10:26 þar sem hann sagði ljóst að ekki yrði hægt að að klára um­ræðuna þrátt fyrir tals­verð skoðana­skipti meðal þing­flokks­manna Mið­flokks­manna, sem einir tóku þátt í um­ræðunni, utan þess þegar utan­ríkis­ráð­herra tók þátt um stund síð­degis í gær.

Guð­jón greindi frá því við lok þing­fundarins að alls hafi um­ræða um þriðja orku­pakkann nú nærri staðið í 100 klukku­stundir og þar af hafi þing­menn Mið­flokksins talað í um 80 klukku­stundir. Alls hafa verið haldnar um 53 ræður og and­svör hafa verið um 311.

„Um­ræðan á þessum fundi i heild hefur hefur staðið í nærri heild í 100 klukku­stundir og þar af hafa þing­menn Mið­flokksins talað í vel yfir 80 klukku­stundir. For­seta þykir miður að geta ekki lokið þessari um­ræðu en þess hefur verið freistað að gefa hátt­virkum þing­mönnum nægi­legt svig­rúm til þess að ræða málið ítar­lega svo hægt verði að tæma mælenda­skrá og klára um­ræðuna,“ sagði Guð­jón.

Hann sagði að það biði næstu daga að komast að niður­stöðu

„Þrátt fyrir að hér mætist stálin stinn þá verður ekki hjá því komist að ljúka um­ræðunni með þeim lýð­ræðis­legu leik­reglum sem við höfum tamið okkur og hefð er fyrir,“ segir Guð­jón.

Hann sagði að það biðu þinginu mörk verk­efni á vor­dögum og sagðist vona að þinginu „yrði það til lánsins“ að geta lokið störfum þingsins far­sæl­lega á næstu dögum.

Hann þakkaði að lokum starfs­mönnum þingsins fyrir „langt út­hald“. Það eigi við um bæði starfs­menn sem tengist þing­salnum og skrif­stofunni, mót­töku og öryggis­vörslu og síðast en ekki síst þeir sem starfi í mötu­neyti og hafi gefið þeim næringu.