Almannavarnanefnd Skagafjarðar fundar nú um stöðuna í Varmahlíð og hversu lengi rýming eigi að standa. Níu íbúðarhús voru rýmd vegna aurskriðunnar sem féll á tvö hús við Laugaveg í Varmahlíð síðdegis í gær.

Ekkert mann­tjón varð sem betur fer að sögn Höskuldar Birkis Er­lings­sonar, varð­stjóra hjá Lög­reglunni á Norður­landi Vestra. Við­bragðs­aðilar funduðu í gærkvöldi um stöðuna og var ákveðið að rýmingin stæði yfir nóttina.

.

Samkvæmt upplýsingum frá Lög­reglunni á Norður­landi Vestra verður búið að taka ákvörðun um framhaldið fyrir hádegi í dag