Al­manna­varna­deild ríkis­lög­reglu­stjóra og lög­reglan á Austur­landi funda með öðrum við­bragðs­aðilum klukkan tíu. Kristján Ólafur Guðna­son, yfir­lög­reglu­þjónn á Austur­landi, segir í sam­tali við Frétta­blaðið að meðal þess sem verði farið yfir er hvort tíma­bært sé að hefja ein­hvers konar verð­mæta­björgun og hvort að hægt sé að hleypa ein­hverjum hluta Seyð­firðinga heim til sín, þeim sem búa á öruggum svæðum.

„Nóttin og dagurinn enn sem komið er tíðinda­laus,“ segir Kristján Ólafur og bætir við: „Helstu línur ættu að liggja fyrir daginn um 11 og það verður kynnt í beinu fram­haldi.“
Hann átti von á því að til­kynning yrði send út að fundi loknum.

Viðbragðsaðilar og fjölmiðlafólk fór í skimun í morgun.
Fréttablaðið/Anton Brink

Skima þá sem koma á svæðið

Allir við­bragðs­aðilar og fjöl­miðla­fólk fer í sýna­töku á svæðinu en enga sótt­kví. Kristján Ólafur segir um öryggis­ráð­stöfun sé að ræða.

„Allir sem komu til að­stoðar og fjöl­miðla­menn þar á meðal fara í sýna­töku í morguns­árið og vonandi liggur niður­staða fyrir seinna í dag, til að tryggja að það sé enginn sem er veikur hérna,“ segir Kristján Ólafur.

En enginn fer í sótt­kví á meðan þau bíða?

„Nei, þetta er öryggis­ráð­stöfun og allir hvattir til að fara gæti­lega og gæta að sér í hví­vetna þótt það sé að vinna að þessu. Það er reynt að gæta að öllum sótt­vörnum á meðan við vinnum að þessu verk­efni,“ segir Kristján Ólafur að lokum.