For­seti Ís­lands, Guðni Th. Jóhannes­son og Lilja Al­freðs­dóttir, menningar- og við­skipta­ráð­herra eru nú stödd í Banda­ríkjunum þar sem þau funda með stór­fyrir­tækjum í tækni­iðnaði á­samt ís­lenskri sendi­nefnd.

Þetta kemur fram á heima­síðu menningar- og við­skipta­ráðu­neytisins.

Mark­mið ferðarinnar er að sýna for­svars­mönnum fyrir­tækjanna fram á mikil­vægi þess að ís­lensk tunga eigi sinn sess í þróun á nýjustu mál­tækni­lausnum svo unnt verði að tala ís­lensku við tölvur og tæki og tryggja þannig fram­tíð í staf­rænum heimi. Lilja Al­freðs­dóttir, menningar- og við­skipta­ráð­herra, segir spennandi tíma fram undan.

„Við erum saman í sókn fyrir ís­lenskuna. Að tryggja staf­ræna fram­tíð hennar kallar á breiða sam­vinnu og þegar hafa unnist á­fanga­sigrar í gegnum mál­tækni­verk­efni stjórn­valda með virkri þátt­töku al­mennings, vísinda­fólks og frum­kvöðla, segir Lilja.

Þá hafi tölvu­fyrir­tækið App­le gefið það út að fá ríki séu komin jafn langt og Ís­land í að þróa mál­tækni fyrir tungu­mál sitt.

„Það sýnir okkur að við erum á réttri leið. Allir þeir sem koma að verk­efninu, allt frá hug­búnaðar­verk­fræðingum til mál­vísinda­fólks, á mikið hrós skilið,“ segir ráðherra.