Jenis av Rana, mennta- og utan­ríkis­ráð­herra Fær­eyja, og Guð­laugur Þór Þórðar­son, utan­ríkis- og þróunar­sam­vinnu­ráð­herra, funduðu í dag, og heim­sóttu Snæ­fells­nes.

„Sam­starf frænd­þjóðanna hefur reynst heilla­drjúgt í gegnum tíðina og var á­nægju­legt að það skyldi takast að við­halda Hoy­víkur­samningnum sem inn­siglar þessi nánu tengsl landanna. Fær­eyingar hafa reynst okkur vel og það er afar á­nægju­legt að taka á móti ráð­herranum og sýna honum landið okkar,“ sagði Guð­laugur Þór um fundinn.

Heim­sóknin ekki í sam­ræmi við Biblíuna

Um ára­tugur er síðan Jenis rataði í fréttirnar hér á landi fyrir að neita að sitja kvöld­verðar­boð á­samt Jóhönnu Sigurðar­dóttur, þá­verandi for­sætis­ráð­herra, og eigin­konu hennar Jón­ínu Leós­dótt­ur þegar þær voru í opin­berri heim­sókn í Fær­eyjum.

Jenis hefur löngum verið gagn­rýndur fyrir að beita sér gegn þungunar­rofi og réttinum sam­kyn­hneigðra. Hann var því ekki sáttur við veru þeirra Jóhönnu og Jónínu í Fær­eyjum og sagði heim­sóknina vera ögrun sem væri ekki í sam­ræmi við boð­skap Biblíunnar.

Fundar einnig með Lilju

Fær­eyski ráð­herrann hefur verið í einka­heim­sókn á Ís­landi undan­farna dag á­samt eigin­konu sinni Önnu av Rana. Á meðan á heim­sókninni stendur mun Jenis einnig funda með Lilju Al­freðs­dóttur, mennta­mála­ráð­herra, um sam­starf landanna á sviði mennta­mála, þó lík­lega ekki í eigin per­sónu þar sem Lilja sætir nú sótt­kví.

Jóhanna var fyrsti opinberlega samkynhneigði forsætisráðherra í heimi en mætti sjaldan jafn miklu mótlæti opinbera fulltrúa og í heimsókn sinni til Færeyja.