Innlent

Funda með hags­muna­aðilum um utan­garðs­fólk

​Velferðarráð Reykjavíkurborgar fundar í dag með um 20 hagsmunaaðilum vegna stöðu utangarðsfólks. Stefna Reykjavíkurborgar í málefnum utangarðsfólks 2014-2018 rennur út á árinu og því mun fundurinn marka fyrstu skrefin í nýrri stefnumótun.

Frá fjölmennun fundi velferðarráðs sem stendur nú yfir í Borgartúni Fréttablaðið/Ernir

Velferðarráð Reykjavíkurborgar fundar í dag með ýmsum hagsmunaaðilum vegna stöðu utangarðsfólks og er tilgangur fundarins að leita leiða til úrbóta. Um 20 hagsmunaaðilum hefur verið boðið á fundinn.

Stefna Reykjavíkurborgar í málefnum utangarðsfólks 2014-2018 rennur út á árinu og því mun fundurinn marka fyrstu skrefin í nýrri stefnumótun, er kemur fram í fundarboði.

Á fundinum mun velferðarráð kynna úrbætur á húsnæðisúrræðum utangarðsfólks og uppbyggingaráætlun Reykjavíkurborgar í þeim efnum. Þá verður einnig kynnt álit Umboðsmanns Alþingis frá því 16. Júlí og viðbrögð velferðarsviðs borgarinnar við því. Að því loknu verða umræður.

Hver er helsti vandinn og hvernig á að leysa hann

Allir hagsmunaaðilar voru beðnir að svara þremur spurningum áður en þau mættu á fundinn, það er hver helsti vandi sem blasir við þeirra stofnun eða samtökum í tengslum við málefni utangarðsfólks, hverjar þau teldu vera lausn á þeim vanda og hvernig ætti að forgangsraða.

Forsaga málsins er sú að þann 16. júlí síðastliðinn birti umboðsmaður Alþingis niðurstöður frumkvæðisathugunar vegna húsnæðisvanda þeirra einstaklinga sem falla undir hugtakið utangarðsfólk og varpaði þar ljósi á vaxandi vanda þeirra á höfuðborgarsvæðinu. Af því tilefni ákvað velferðarráð að flýta sérstökum um málið.

Í lok júlí samþykkti borgarráð ýmsar aðgerðir í húsnæðismálum fólks sem telst utangarðs. Þar var, meðal annars, samþykkt að útvega fimm lóðir fyrir allt að 25 smáhýsi á þessu ári, bæta þjónustu í samstarfi við ríkið um heilbrigðisþjónustu utangarðsfólks og að velferðarsvið ljúki tillögugerð um áframhaldandi uppbyggingu húsnæðis fyrir fólk sem telst utangarðs.

Sjá einnig: Borgaryfirvöld ráðast í aðgerðir vegna vanda heimilislauss fólks

20 samtök og stofnanir fengu boð á fundinn

Þau samtök og hagsmunaaðilar sem fengu boð á fundinn voru Afstaða, Barnaverndarstofa, Barka, Draumasetrið, Félagsbústaðir, Geðhjálp, geðsvið Landspítalans, Gistiskýlið Lindargötu, Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins, Hjálparstarf kirkjunnar, Hjálpræðisherinn, Hlaðgerðarkot, Íbúðalánasjóður, Krýsuvíkursamtökin, Kærleikssamtökin, Ljósbrot, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, mannréttinda- og lýðræðisráð, notendur þjónustu, Nýtt-Takmark, Olnbogabörn, Rauði kross Íslands, Rótin, Samhjálp, SÁÁ, skipulags- og samgönguráð, SEA, velferðarráðuneytið bæði heilbrigðs og félagshluti, umhverfis- og skipulagssvið, velferðarvaktin, VoR-teymi, þjónustumiðstöð Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Reykjavík

Borgaryfirvöld ráðast í aðgerðir vegna vanda heimilislauss fólks

Reykjavíkurborg

Borgar­ráð sam­þykkir að­gerðir í hús­næðis­málum

Sveitarstjórnarmál

Verði að taka á vanda utan­garðs­fólks

Auglýsing

Nýjast

Verja þurfi „frek­lega blekkta neyt­endur“

Skárust í leikinn í slags­málum við Mela­skóla

„Hags­munum land­búnaðarins fórnað fyrir heild­sala“

Þykir frum­­varp um inn­flutning fela í sér upp­­­gjöf

Komin með um­boð til að slíta við­ræðum

Óska eftir vitnum að líkams­á­rásinni á gatna­mótunum

Auglýsing