Utanríkismál

Akur­eyri heim­skauta­mið­stöðin á Ís­landi

Sveitarstjórarnir hittust í gær og tóku þar með forskot á sæluna til að ræða málefni sveitarstjórnarstigsins.

Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri.

Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri, ávarpaði sveitarstjóra annarra sveitarfélaga á norðurslóðum í Tromsö í gær. Ráðstefnan Arctic Frontiers hefst í borginni í dag og stendur fram á miðvikudag.

Sveitarstjórarnir hittust í gær og tóku þar með forskot á sæluna til að ræða málefni sveitarstjórnarstigsins.

„Akureyri hefur ákveðið að vera heimskautamiðstöðin á Íslandi og háskólinn hefur markaðssett sig sem heimskautaháskóla. Við teljum þetta vera málefni sem sé afar mikilvægt fyrir okkur,“ segir Ásthildur.

Ísland mun taka við formennsku í Norðurskautsráðinu af Finnum á þessu ári og gegna henni næstu tvö árin. Norðurskautsráðið er samstarfsvettvangur ríkisstjórna þeirra landa sem liggja á eða að heimskautinu. Einnig hafa sex frumbyggjasamtök aðild að ráðinu.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Utanríkismál

Vill ekki vanrækja bandamenn lengur

Utanríkismál

Vilja sitja við borðið í norður­skauts­ráðinu

Utanríkismál

Pólitískt samkomulag jafnvel ef Brexit-samningur verður felldur

Auglýsing

Nýjast

Maduro slítur stjórn­mála­sam­bandi við Kólumbíu

Milljón dollara trygging fyrir R. Kel­ly

Her­togaynjan hótar lög­sóknum

Tólf ára blaða­kona lét lög­reglu­mann heyra það

Þyrlan sótti göngu­menn upp á Tungna­fells­jökul

Fjallað um fyrir­hugaðar hval­veiðar í er­lendum miðlum

Auglýsing