Fundur Flug­virkja­fé­lags Ís­lands og samninga­nefndar ríkisins (SNR) hófst nú fyrir skemmstu hjá ríkis­sátta­semjara. Á­ætlað er að fundurinn standi til klukkan hálf sex.

Á mið­nætti verður þyrla Land­helgis­gæslunnar ekki til taks í að minnsta kosti tvo sólar­hringa vegna verk­falls flug­virkja. Frétta­blaðið hefur ekki náð tali af Guð­mundi Úlfari Jóns­syni það sem af er degi.

Ás­geir Jóns­son, upp­lýsinga­full­trúi Land­helgis­gæslunnar, segir í sam­tali við blaðið að engin út­köll hafi borist gæslunni í dag. Hann sagði í gær stöðuna vera graf­alvar­lega.

„Undan­farnar vikur höfum við haft eina þyrlu til taks, TF-GRÓ. Við höfum lagt allt kapp á það að hún sé út­kalls­hæf og fær til þess að sinna neyðar­þjónustu. En nú liggur fyrir að á mið­nætti þarf hún að fara í reglu­bundna skoðun sem tekur að lág­marki tvo daga. Þar af leiðandi verður engin þyrla til taks á meðan,“ út­skýrir Ás­geir.

Engrar að­stoðar að vænta frá Dönum

Áður hefur Ás­laug Arna Sigur­björns­dóttir, dóms­mála­ráð­herra, tekið undir með Lands­sam­bandi slökkvi­liðs-og sjúkra­flutninga­manna sem lýst hafa yfir á­hyggjum af stöðunni.

„Flug­virkjum standa auð­vitað til boða sömu launa­hækkanir og aðrir opin­berir starfs­menn hafa fengið og það er miður að ekki hafi náðst að semja,“ segir hún.

Ás­laug segir val­kosti í stöðunni hafa verið rædda í ríkis­stjórn í gær. Lög á verk­fallið væru ein af leiðunum. Hún átti einnig fund með Georg Lárus­syni, for­stjóra Land­helgis­gæslunnar. „Hann ætlar að skila mér ítar­legri greiningu á lang­tíma­af­leiðingum ef þetta stendur lengur yfir,“ segir ráð­herrann.

Ekki er að vænta að­stoðar á næstu dögum frá Dönum sem hafa lánað Land­helgis­gæslunni þyrlur af varð­skipum sínum.