Hafnar eru þreifingar um meiri­hluta­sam­starf Sam­fylkingar, Fram­sóknar og Pírata í Reykja­vík og þá mun Hildur Björns­dóttir, odd­viti Sjálf­stæðis­flokksins, einnig hafa rætt við for­ystu­menn annarra flokka um meiri­hluta­sam­starf. Þetta er sam­kvæmt heimildum Morgun­blaðsins og kemur fram í for­síðu­frétt blaðsins í dag.

Fram­sóknar­flokkurinn fékk 18,7% at­kvæða í Reykja­vík og fjóra menn kjörna og er flokkurinn í al­gjörri lykil­stöðu um myndun nýs meiri­hluta. Sam­fylkingin fékk 20,3% at­kvæða og fimm menn kjörna á meðan Píratar fengu 11,6% at­kvæða og þrjá menn kjörna. Þessir þrír flokkar gætu hafið meiri­hluta­sam­starf með 12 af 23 borgar­full­trúum í sínum röðum.

Dóra Björt Guðjónsdóttir er oddviti Pírata en flokkurinn bætti við sig einum manni frá síðustu kosningum.
Fréttablaðið/Ernir

Í frétt Morgun­blaðsins kemur fram að við­ræður séu, eðli málsins sam­kvæmt, komnar mjög skammt á veg og aðal­lega verið skipst á hug­myndum um meiri­hluta­myndun. Því er þó haldið fram að flokks­for­ysta Fram­sóknar­flokksins hafi efa­semdir um sam­starf við Pírata en for­ystan sé þó reiðu­búin að láta á það reyna í við­ræðum.

Þá kemur fram að talið sé víst að Einar Þor­steins­son, odd­viti Fram­sóknar­flokksins, geri kröfu um borgar­stjóra­stólinn, að minnsta kosti hluta kjör­tíma­bilsins.

Einar sagði í sam­tali við Frétta­blaðið í gær að hann ætlaði sér að taka lífinu með ró og fara inn í sam­töl við aðra odd­vita með opnum huga.

„Við spurðum fyrir þessar kosningar hvort það væri ekki kominn tími á breytingar og kjós­endur hafa svarað því með af­­dráttar­lausum hætti.“