Vla­dimír Pútín Rúss­lands­for­seti er al­var­lega veikur, að sögn Christop­her Steele, fyrr­verandi liðs­manns bresku leyni­þjónustunnar, MI6. Steele full­yrti þetta í við­tali við Sky News um helgina.

Sögu­sagnir um heilsu­far Rúss­lands­for­seta hafa verið nokkuð fyrir­ferða­miklar að undan­förnu. Nú síðast á föstu­dag sagði Kyrylo Buda­nov, yfir­maður úkraínsku her­leyni­þjónustunnar, að Pútín væri al­var­lega veikur af krabba­meini.

Steele var yfir­maður Rúss­lands­mála bresku leyni­þjónustunnar á árunum 2006 til 2009 og var full­trúi leyni­þjónustunnar í Rúss­landi á tíunda ára­tugnum.

„Við heyrum það frá heimildum okkar í Rúss­landi og víðar að Pútín sé í raun al­var­lega veikur,“ sagði hann við Sky News. Hann sagðist ekki vita ná­kvæm­lega hvað hrjáir for­setann eða hvort veikindin muni að lokum draga hann til dauða.

Í frétt Sky News er vísað í um­fjöllun New Lines-tíma­ritsins þar sem fjallað var um meint veikindi Pútíns. Í um­fjölluninni var fjallað um hljóð­upp­töku þar sem rúss­neskur olígar­ki, náinn yfir­völdum í Kreml, sagði að Pútín væri „illa haldinn af blóð­krabba­meini“.