Brynjar Níels­son, hæsta­réttar­lög­maður og fyrr­verandi þing­maður Sjálf­stæðis­flokksins, verður að­stoðar­maður Jóns Gunnars­sonar innan­ríkis­ráð­herra. Frá þessu greinir Inn­herji á vef Vísis og hefur eftir heimildum.

Brynjar var þing­maður Sjálf­stæðis­flokksins sat á þingi frá 2013 og þar til í haust. Auk þess að sitja á þingi hefur Brynjar rekið eigin lög­manns­stofu og þá var hann for­maður Lög­manna­fé­lags Ís­lands árin 2010 til 2012.

Á dögunum var greint frá því að Hreinn Lofts­son væri hættur sem að­stoðar­maður Ás­laugar Örnu Sigur­björns­dóttur og hefði ráðið sig til Jóns. Munu Brynjar og Hreinn því verða Jóni innan handar í innan­ríkis­ráðu­neytinu næstu misseri.