Á full­trúa­ráðs­fundi Sam­fylkingarinnar í gær varð nokkuð ó­vænt upp­á­koma þar sem Ásta Guð­rún Helga­dóttir bauð sig ó­vænt fram til for­mennsku í ráðinu gegn Herði Odd­fríðar­syni, sitjandi for­manni full­trúa­ráðs. Það fór svo að einu at­kvæði munaði á þeim þegar öll at­kvæðin voru talin, en um 90 manns sátu fundinn.

Vísir greinir frá.

Ásta er fyrr­verandi þing­maður Pírata og til­tölu­lega ný­gengin til liðs við Sam­fylkinguna. Hörður hefur aftur á móti gegnt trúnaðar­mennsku fyrir flokkinn um langa hríð.

For­maður full­trúa­ráðs, á­samt öðrum full­trúum ráðsins, ber á­byrgð á því hvernig fram­boðum flokksins er háttað. Nokkurrar ó­á­nægju gætti með fyrir­komu­lag Sam­fylkingarinnar í Reykja­vík fyrir síðustu Al­þingis­kosningar og sam­kvæmt heimildum Vísis er gott gengi Ástu til marks um það.

Sam­kvæmt heimildum Vísis talaði Ásta fyrir því að ráðist yrði í próf­kjör fyrir næstu sveitar­stjórnar­kosningar. Þá segir einnig að þrátt fyrir að hún hafi beðið lægri hlut fyrir Herði verði samt sem áður ekki farið sömu leið og gert var fyrir Al­þingis­kosningarnar.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem slagur um æðstu stöður í Sam­fylkingunni lýkur á þann veg að einu at­kvæði muni á fram­bjóð­endum. Frægt er þegar Árni Páll Árna­son sigraði Sig­ríði Ingi­björgu Inga­dóttur með einu at­kvæði í for­manns­kjöri Sam­fylkingarinnar á lands­fundi flokksins árið 2015.

Þar hlaut Árni 241 at­kvæði en Sig­ríður, sem bauð sig einnig ó­vænt fram með afar stuttum fyrir­vara líkt og Ásta, hlaut 240 at­kvæði.