Ás­laug Arna Sigur­björns­dóttir, vísinda-, iðnaðar- og ný­sköpunar­ráð­herra, segir fullt til­efni til að endur­meta nú­verandi sótt­varnar­að­gerðir í ljósi þess hversu lágt inn­lagnar­hlut­fallið er.

Einungis tíu mega koma saman um þessar mundir og kom fram á upp­lýsinga fundi al­manna­varna í dag að nú­verandi að­gerðir eigi að vera í gildi næstu tvær vikurnar.

Ás­laug vakti at­hygli á ný­gengni smita og inn­lögnum á Twitter í dag þar sem hún benti á stöðuna

„Þarf auð­vitað að endur­meta stöðuna“

„Ég vildi bara benda á stað­reyndir og tölur, eins og ég hef oft gert. Við erum í ó­trú­lega góðri stöðu með hlið­sjón af því að ný­gengi er að nálgast hundrað­falt það sem það var í desember 2020. Á sama tíma er sam­bæri­legur eða sami fjöldi sem liggur á spítala hvort sem það er „vegna“ eða „með“ Co­vid,“ segir Ás­laug Arna í sam­tali við Frétta­blaðið.

„Á þessum tölum sjáum við að bólu­setning hefur verið að virka vel og inn­lagnar­hlut­fallið hefur dregist gríðar­lega saman. Þá þarf auð­vitað að endur­meta stöðuna,“ bætir hún við.

„Við erum langt undir bjart­sýnustu spá“

Ás­laug segir tölurnar gefa til­efni til bjart­sýni og að það sé létt á tak­mörkunum fyrr.

„Tvær vikur til við­bótar í kjöl­far 22 mánaða af heim­far­aldri er gríðar­lega í­þyngjandi fyrir fólk og at­vinnu­líf. Þar að auki er það gríðar­lega kostnaðar­samt,“ segir Ás­laug og bætir við að það megi ekki gleyma því hvar sönnunar­byrðin liggur.

„Það má ekki gleyma því að það á ekki að þurfa rök til að af­létta heldur til að halda tak­mörkunum og setja þær á. Þessu má ekki snúa við,“ segir Ás­laug.

„Það þurfa að vera gríðar­lega sterk rök til þess að halda svona miklum tak­mörkunum á sam­fé­lagi fólks. Auð­vitað erum við öll sam­mála um það að á­lagið á spítalanum hefur verið mikið og þreytan farin að gera vart við sig. Við höfum verið að grípa til að­gerða til að vernda spítalann, en nú er ljóst að við erum langt undir bjart­sýnustu spá sem lá fyrir, fyrir helgi. Það breytir stöðunni eins og læknar á spítalanum hafa bent á, þ.á.m. fyrr­verandi yfir­læknir Co­vid-göngu­deildar,“ segir Ás­laug að lokum.