Audi átti ekki sitt besta ár í sölu í fyrra og heildarsalan minnkaði um 3,5% frá fyrra ári. Það er eitthvað sem Audi sættir sig ekki við og ætlar að bregðast við með því að kynna fjölmargar nýjar gerðir bíla og heill hellingur af þeim verða kraftaútgáfur. Alls mun Audi kynna níu S merkta bíla og fjóra R og RS bíla á þessu ári. 

Meðal S bílanna verður Audi S8 og líklega SQ8, en þá verða örugglega S7 og S6 í sedan og Avant formi kynntir. Líklega mun svo bætast við SQ3 jepplingur. Allir þessir bílar hafa sést í prófunum með engum eða svo til engum felubúningi og það bendir til þess að stutt sé í kynningu þeirra. 

Af R og RS bílum er það helst að frétta að von er á RS7 Sportback af þriðju kynslóð, RS5 Sportback, TT RS með andlitslyftingu og síðan RS Q3 og RS6 seint á þessu ári. Nú þegar á þessu ári kynnti Audi SQ5 TDI kraftabíl. Þá hefur Audi ýjað að útkomu afturhjóladrifins R8 sportbílsins öfluga, en ekki er víst hvort hann kemur á þessu ári eða í byrjun þess næsta.