Þrír em­bættis­menn og full­orðin börn Donalds Trump, fyrr­verandi for­seta Banda­ríkjanna, verða vernduð af leyni­þjónustu Banda­ríkjanna næstu sex mánuði. Þetta hefur Was­hington Post eftir heimildar­mönnum sínum en frá­farandi for­seti getur skipað leyni­þjónustunni að vernda hvern sem er.

Að því er kemur fram í frétt Was­hington Post eiga full­orðin börn for­setans ekki rétt á verndinni sam­kvæmt lögum eftir að em­bættis­tíðinni lýkur. Donald og Melania Trump eiga þó rétt á vernd til lífs­tíðar og Bar­ron Trump þangað til að hann verður sex­tán ára. Þá eiga Mike og Karen Pence rétt á vernd næstu sex mánuði.

Hvorki Hvíta húsið né leyni­þjónustan vildu svara fyrir málið en þrátt fyrir að það sé grund­völlur fyrir fram­lengingu verndarinnar er það mjög ó­vana­legt að það sé gert fyrir full­orðna ein­stak­linga. Fyrrum for­setar hafa til að mynda að­eins fram­lengt vernd barna sinna sem voru þá á há­skóla­aldri.

Kostnaðarsöm vernd

Sam­kvæmt fyrir­skipun Trumps munu börn hans, þau I­vanka, Donald, Eric, og Tiffany, sem og makar I­vönku og Eric, ekki þurfa að greiða fyrir öryggis­gæsluna næstu sex mánuði. Barna­börn Trumps munu einnig njóta góðs af verndinni í gegnum for­eldra sína.

Þá mun hið sama gilda um Ste­ve Mnuchin, fyrr­verandi fjár­mála­ráð­herra, Mark Mea­dows, fyrr­verandi starfs­manna­stjóra Hvíta hússins, og Robert O‘Brien, fyrr­verandi þjóðar­öryggis­ráð­gjafa. Ekki er víst hvort að for­dæmi sé fyrir því að vernd em­bættis­manna sé fram­lengd.

Vernd leyni­þjónustunnar er veru­lega kostnaðar­söm en skatt­greið­endur koma til með að greiða fyrir hana. Á­ætlað er að verndin muni kosta skatt­greið­endur milljónir dala.