Fullbólusettir ferðamenn mega ferðast til Bandaríkjanna frá og með 8. nóvember gegn því að framvísa neikvæðu prófi sem er ekki meira en þriggja sólarhringa gamalt.

Þetta kemur fram í tilkynningu bandarískra yfirvalda í dag en ferðabann hefur verið í gildi frá því snemma á síðasta ári.

Yfirvöld höfðu áður tilkynnt að ferðabanni yrði aflétt en engin dagsetning hefur verið nefnd til sögunnar fyrr en nú.

Að sögn talsmann hvíta hússins hefur ákvörðunin lýðheilsu að leiðarljósi.