Dýr

Fuglahræður vernda fuglana frá hreyflum

Mikil vinna lögð í að minnka líkur á árekstrum dýra við flugvélar. Árekstrar við fugla voru 36 í fyrra á flugvallarsvæðum Isavia. Hreindýr, tófur og kanínur hafa ratað inn á flugvallarsvæðin. Beita meðal annars sírenum og púðurskotum.

Á vef Isavia kemur fram að í grennd Keflavíkurflugvallar á Miðnesheiði sé að finna eitt af stærri varplöndum sílamávs. Fréttablaðið/ Andri Marinó

Á síðasta ári urðu samtals 36 árekstrar við fugla á flugvallarsvæðum Isavia. Þetta kemur fram í nýlegri ársskýrslu félagsins fyrir síðasta ár, í kafla sem fjallar um umhverfismál. 14 árekstrar urðu við fugla á Keflavíkurflugvelli og 22 á innanlandsflugvöllum.

Í skýrslunni segir að flugvallarsvæðin séu fjölbreytt hvað varðar lífríki og að vel hafi verið fylgst með dýralífi svæðanna í áraraðir, sérstaklega með tilliti til ásóknar dýra og fugla.

Þá séu fælingar og búsvæðastjórnun dýra mikilvægur þáttur í rekstri flugvalla til að minnka líkur á árekstri dýra og flugvéla og tryggja þannig öryggi farþega. Aðallega er um að ræða fugla en þó eru dæmi um að fæla hafi þurft hreindýr, tófur og kanínur af flugvallarsvæði.

„Maðurinn er hluti af vistkerfinu og hann hefur sín sérkenni, mikla tækni og hluti sem eru ekki beinlínis náttúrulegir, svo stundum verða árekstrar milli mannsins og dýranna,“ segir Hallgerður Hauksdóttir, formaður Dýraverndarsamtaka Íslands, í samtali við Fréttablaðið. Hún segir það hörmulegt þegar fuglar fljúga inn í hreyfla og annað þvíumlíkt en það sé ómögulegt að komast hjá því, nema þá með því að hætta að fljúga.

Hallgerður Hauksdóttir, formaður Dýraverndarsamband Íslands

Hún segist þó ímynda sér að notaðar séu öflugar fælingar í ljósi hættunnar sem slíkir árekstrar kunni að skapa. „Það eru alls konar spurningar sem kvikna hjá mér. Þetta eru markvissar aðgerðir í raun og veru gegn dýrunum og ég hefði alveg áhuga á að vita hvað er verið að gera, hvaða aðferðum er verið að beita.“

Gunnar Sigurðsson, markaðsstjóri og staðgengill upplýsingafulltrúa Isavia, taldi upp ýmsar aðferðir sem notaðar eru til fælingar. Til að mynda aki bílar í kringum brautirnar með sírenur í gangi, stundum séu notaðar byssur sem skjóta púðurskotum svo fuglunum verði ekki meint af.

Sums staðar er einni af elstu brellunum í bókinni beitt, fuglahræðum. Fuglahræðurnar eru jafnvel klæddar fötum til að líkjast sem best okkur mannfólkinu.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Dýr

Áætluð breyting skammgóður vermir sem leysi ekki vandann

Dýr

Reyn­a að hald­a lífi í strönd­uð­um and­ar­­­nefj­um við Engey

Dýr

Dauðan grind­hval rak á land í Grafar­vogi

Auglýsing

Nýjast

„Mér fannst ég gríðar­lega mis­heppnuð“

Fimmtíu fastir um borð í logandi farþegaflugvél

Þre­menningum sleppt úr haldi að lokinni skýrslu­töku

Veita frítt í strætó á næsta „gráa degi“

Mætti með „heima­til­búið“ svif­ryk í pontu

Spyr ráðherra um brottvísun barna

Auglýsing