Mat­væla­stofnun vekur at­hygli á því að fugla­flensa fari nú eins og eldur í sinu um Evrópu og hvetur stofnunin fugla­eig­endur til að búa sig undir þann mögu­leika að fyrir­skipaðar verði sér­stakar smit­varna­ráð­stafanir.

Þetta kemur fram í til­kynningu sem stofnunin sendi frá sér nú síð­degis. Í henni kemur fram að Mat­væla­stofnun fylgist stöðugt með þróun far­aldursins og metur á­hættu fyrir Ís­land. Hvetur stofnunin fugla­eig­endur til að huga á­vallt vel að smit­vörnum.

Skæð veira

Í til­kynningunni kemur fram að flest fugla­flensu­til­felli sem greinst hafa í Evrópu síðustu mánuði séu vegna skæðrar fugla­flensu­veiru af gerðinni H5N8. Hefur þetta af­brigði greinst bæði í villtum fuglum og fuglum í haldi, en villtir fuglar virðast hafa mesta þýðingu fyrir út­breiðslu veirunnar.

„Mat­væla­stofnun á­lítur ekki þörf fyrir aukinn við­búnað hér á landi enn sem komið er en um leið og far­fuglarnir fara að skila sér aftur til landsins er hugsan­legt að það breytist. Stofnunin vill því minna fugla­eig­endur á að gera ráð­stafanir til að verja fugla sína fyrir smiti frá villtum fuglum með því að við­hafa á­vallt góðar al­mennar smit­varnir, forðast að hafa nokkuð í um­hverfi fugla­húsa sem laðar að villta fugla, gæta þess að fóður og drykkjar­vatn sé ekki að­gengi­legt villtum fuglum og halda fugla­húsum vel við. Fugla­eig­endur eru líka beðnir um að vera vakandi og hafa sam­band við Mat­væla­stofnun ef þeir verða varir við sjúk­dóms­ein­kenni eða aukin dauðs­föll.“

Almenningur fylgist einnig með

Þá er al­menningur einnig beðinn um að vera á varð­bergi og til­kynna Mat­væla­stofnun ef villtir fuglar finnast dauðir og or­sök þeirra er ekki aug­ljós. Það má gera með því að senda á­bendingu eða tölvu­póst á mast@mast.is eða hringja í 530-4800 á opnunar­tíma.

Mat­væla­stofnun hefur skil­greint þrjú við­búnaðar­stig vegna fugla­flensu. Við­búnaðar­stig 1 er alltaf í gildi en ef líkur aukast á að skæð fugla­flensa berist til landsins tekur við­búnaðar­stig 2 gildi. Þá mun Mat­væla­stofnun leggja til við ráð­herra að fyrir­skipa tíma­bundnar að­gerðir til að hindra að flensan berist í ali­fugla og aðra fugla í haldi. Komi upp grunur um skæða fugla­flensu eða hún stað­fest, færast við­brögð yfir á stig 3.

Fólk getur líka smitast

Stofnunin minnir á að fólk getur líka smitast af fugla­flensu. „Við hand­fjötlun dauðra fugla er því nauð­syn­legt að gæta smit­varna, að minnsta kosti nota grímur og hanska. Þegar um er að ræða smit í hópi fugla þurfa þeir sem vinna að að­gerðum að klæðast full­komnum hlífðar­búnaði. Það skal þó tekið fram að það af­brigði sem nú geisar í Evrópu hefur hingað til ekki valdið sýkingum í fólki. Engar vís­bendingar eru um að fólk geti smitast af neyslu eggja og kjöts. Svína­bændur sem eru líka með ali­fugla þurfa að gæta sér­stak­lega vel að smit­vörnum því svín geta líka smitast af fugla­flensu.“