Fjölbrautaskóli Suðurlands er lokaður í dag vegna smita meðal starfsmanna. Á vef skólans segir að frekari upplýsingar verði sendir út um málið í dag en að vali sem nemendur hafi átt að sinna í dag verði frestað og klárað síðar.

Olga Lísa Garðarsdóttir, skólameistari, sagði í tölvupósti til nemenda og starfsmanna í gærkvöldi að ekki væri vitað hversu margir tengjast smitinu en að margir hafi farið í sýnatöku í gær. Greint er frá því á vef sunnlenska.is

Nokkur fjölgun hefur verið á kórónuveirusmitum innanlands undanfarna daga. Í fyrradag greindust 80 smit og sagði sóttvarnalæknir í gær að það væri full ástæða til að hafa áhyggjur af fjölgun smita.

Samkvæmt vef covid.is voru í gær 51 einstaklingur smitaður á Suðurlandi og 93 í sóttkví.