Guð­mundur Ingi Guð­brands­son um­hverfis- og auð­linda­ráð­herra hefur á­kveðið að fresta því til haustsins að fara fram með nokkur frum­vörp, þar á meðal frum­vörp um Há­lendis­þjóð­garð og Þjóð­garða­stofnun. Þetta kemur fram í frétta­til­kynningu frá Vinstri grænum. „Líf okkar allra snýst nú um að takast með einum eða öðrum hætti á við kórónu­veiruna,“ er haft eftir Guð­mundi í til­kynningunni.

Hann segir að mark­mið stjórn­valda og þingsins sé skýrt. Að tryggja að heil­brigðis­kerfið geti staðist það mikla álag sem það er undir og jafn­framt að bregðast við for­dæma­lausum að­stæðum í efna­hagslífinu.

„Há­lendis­þjóð­garður verður stærsti þjóð­garður í Evrópu og með honum myndu ein stærstu ó­byggðu víð­erni sem finnast í Evrópu fá vernd. Stofnun þjóð­garðsins myndi fela í sér ein­stakt tæki­færi fyrir Ís­land og yrði ó­metan­leg land­kynning. Ég hyggst verja tímanum fram á haust til að taka enn frekara sam­tal um þessi þýðingar­miklu mál sem varða okkur öll og ekki síst komandi kyn­slóðir sem erfa munu landið,“ er haft Guð­mundi í frétta­til­kynningunni.

Hann hyggst fara fram með til­lögu til þings­á­lyktunar um ramma­á­ætlun og frum­varp um breytingar á lögum um úr­gangs­mál á haust­þingi.