Frumvarp forsætisráðherra til laga um heimild Reykjavíkurborgar til að skipa nefnd til að kanna starfsemi vöggustofu bíður þriðju og síðustu umræðu.

Markmið nefndarinnar er meðal annars að leitast við að sannreyna eins og kostur er í hvaða mæli börnin sem þar voru vistuð sættu illri meðferð eða ofbeldi á meðan á dvölinni stóð.

Mikið annríki er á Alþingi vegna yfirstandandi þingloka en málið er ellefta mál á dagskrá þingsins í dag, en alls eru 28 mál á dagskránni.

Í kvöld verður sýndur fyrri þáttur af tveimur um Vöggustofumálið á Hringbraut og hefst hann klukkan 19. Þátturinn er blanda af nýju efni og efni sem þegar hefur komið fram á Fréttavaktinni á Hringbraut. Síðari hlutinn er dagskrá eftir viku. Hér má sjá stiklu úr þætti kvöldsins.