Meiri­hluti öldunga­deildar Banda­ríkja­þings sam­þykkti í dag frum­varp sem miðar að því að bæta að­búnað flótta­fólks á landa­mæra­stöðvum í suður­hluta Banda­ríkjanna. Út­gáfa frum­varpsins er öldunga­deildarinnar sjálfrar, hvar Repúblikanar ráða lögum og lofum, en frum­varp sem neðri deild þingsins, full­trúa­deildin, sam­þykkti í gær var fellt í dag.

Um er að ræða ráð­stöfun 4,6 milljarða Banda­ríkja­dala í aðstoð á landa­mæra­stöðvunum en enn á eftir að ráða úr því hvernig þeim verður varið ná­kvæm­lega. Fellt frum­varp full­trúa­deildarinnar, þar sem Demó­kratar fara með meiri­hluta, miðar að því að setja tak­markanir á inn­flytj­enda­stofnanir og hvernig þær geta varið fjár­mununum.

Þar er enn­fremur betur út­skýrt hvernig að­stoðin skal fram­kvæmd á landa­mærunum. Sér­stak­leg­a er til­greint að fjár­mun­irn­ir eigi ein­ung­is að fara í mann­úð­ar­að­stoð, en ekki land­a­mær­a­vegg, ekki skynd­i­á­rás­ir á inn­flytj­end­ur eða í að­stöð­u þar sem flótt­a­menn eða inn­flytj­end­ur eru í varð­hald­i.

Frum­varp full­trúa­deildarinnar var fellt með 55 at­kvæðum gegn 37 en hið síðara, með breytingar­til­lögum öldunga­deildarinnar, var sam­þykkt með 84 at­kvæðum gegn 8.

Að­búnaður flótta­manna á landa­mærunum hefur verið tals­vert til um­fjöllunar undan­farna mánuði. Sú um­ræða varð há­værari í þessari viku þegar 25 ára faðir og tæp­lega tveggja ára dóttir hans fundust látin í ánni Rio Grande á landa­mærum Banda­ríkjanna og Mexíkó. Mynd var birt af feðginunum og hefur hún vakið mikinn óhug.

Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeildinni og einn af æðstu á­hrifa­mönnum innan flokksins, segir Demó­krata hafa verið ó­sam­vinnu­þýða og á­huga­lausa um allt annað en pólitíska ref­skák í um­ræðum um frum­vörpin.

Þing­deildirnar eru í á­kveðnu tíma­hraki en í næstu viku tekur við viku­langt hlé frá þing­störfum. Það mæðir því mikið á full­trúum beggja deilda að komast að sam­komu­lagi um ráð­stöfun fjár­munana svo hægt sé að bregðast við þeirri stöðu sem uppi er í landa­mæra­stöðvunum.

Nan­cy Pelosi, for­seti full­trúa­deildarinnar, sagði að lokinni at­kvæða­greiðslu að frum­varp öldunga­deildarinnar myndi að öllum líkindum ekki ná í gegnum full­trúa­deildina en það verður lagt fram þar á næstu dögum.

Umfjöllun BBC um málið.