Bar­áttu­konan Sema Erla Serdar gagn­rýnir harð­lega frum­varp Jóns Gunnars­sonar dóms­mála­ráð­herra um breytingar á út­lendinga­lögum sem var ný­lega endur­flutt fyrir Al­þingi. Í þræði sem Sema birti á Twitter lýsir hún frum­varpinu sem al­var­legri að­för að grund­vallar­réttindum fólks og segir það vera „birtingar­mynd kerfis­bundins ras­isma á Ís­landi“ sem endur­spegli stefnu stjórn­valda um að „veita sem fæstum á flótta vernd á Ís­landi“.

Frum­varpið, sem ber titilinn „Frum­varp til laga um breytingu á lögum um út­lendinga“, var samið í dóms­mála­ráðu­neytinu og upp­haf­lega lagt fram á lög­gjafar­þingi 2018-2019 en náði ekki fram að ganga og verður því endur­flutt á þessu þing­ári.

Sema tekur til ýmis dæmi úr frum­varpinu sem að hennar sögn er mikil að­för að réttindum flótta­fólks.

„Um er að ræða til­raun stjórn­valda til þess að festa í sessi stefnu sem felur í sér að þrengja tölu­vert að fólki á flótta, skerða mann­réttindi þess & fækka mögu­leikum fólks til að fá vernd á Ís­landi. Frum­varpið er sér­stök að­för að börnum & öðru fólki í sér­stakl. við­kvæmri stöðu,“ er meðal þess sem Sema skrifar á Twitter.

Meðal þeirra breytinga sem lagðar eru til í frum­varpinu eru að lög­reglu verði heimild að skylda út­lendinga í heil­brigðis­skoðun og læknis­rann­sókn „ef nauð­syn­legt þykir til að tryggja fram­kvæmd þegar tekin hefur verið á­kvörðun um að hann skuli yfir­gefa landið.“

Sema lýsir yfir miklum á­hyggjum yfir því að lög­reglan fái vald til að þvinga fólk í líkams­rann­sókn. „Um er að ræða mikið inn­grip í frið­helgi fólks sem stenst ekki lög, stjórnar­skrá Ís­lands og al­þjóð­legar skuld­bindingar ís­lenskra stjórn­valda,“ skrifar hún.

Rúm­lega tuttugu um­sagnir borist í Sam­ráðs­gátt

Fjöl­margir ein­staklingar og sam­tök hafa lagt inn um­sögn um frum­varpið inn á Sam­ráðs­gátt, þar á meðal ASÍ, Rauði Krossinn, Unicef, Ís­lands­deild Am­ne­sty International og No Bor­ders.

Í fimmtu grein frum­varpsins er lagt til að réttindi hælis­leit­enda til grund­vallar­þjónustu falli niður 30 dögum eftir að endan­leg synjun um al­þjóð­lega nefnd er birt. Rauði krossinn lýsir yfir miklum á­hyggjum með þessa til­lögu og segir að hún geti skapað al­var­leg vanda­mál.

„Um­ræddir ein­staklingar yrðu þar með ber­skjaldaðir fyrir hvers kyns mis­neytingu, man­sali og of­beldi. Breytingin hefði þau á­hrif á ís­lenskt sam­fé­lag að heimilis­lausu fólki myndi fjölga, ör­birgð og neyð aukast. Sam­hliða því myndu líkurnar á skað­legri hegðun og af­brotum aukast. Ljóst er að álag á fé­lags­leg kerfi sveitar­fé­laga og lög­reglu mun aukast, sam­hliða breytingunni,“ segir í um­sögn Rauða krossins.

Sema tekur í svipaðan streng og segir það vera með ó­líkindum að verið sé að reyna að festa í sessi lög sem heimila það að fólk sé svipt grund­vallar­þjónustu.

„Að svipta fólk grund­vallar­þjónustu hefur mikil á­hrif á vel­líðan og heilsu fólks, það býr til heimilis­leysi og gerir fólk í við­kvæmri stöðu enn ber­skjaldaðri gagn­vart alls konar of­beldi og mis­notkun.“