Þorvarður Pálsson
Föstudagur 9. júlí 2021
23.00 GMT

Þór­ólf­ur seg­ir okk­ur kom­in á þann stað sem stefnt var að, búið sé að ból­u­setj­a þorr­a þjóð­ar­inn­ar og nú sé tek­inn við nýr kafl­i. „Bar­átt­an við þenn­an far­ald­ur hef­ur ver­ið kafl­a­skipt og það er allt­af eitt­hvað nýtt sem kem­ur upp á. Við erum kom­in á þann stað að við þurf­um að sjá hverj­u þett­a skil­ar okk­ur,“ seg­ir hann.

Mik­ill gang­ur hef­ur ver­ið á ból­u­setn­ing­ar­her­ferð stjórn­vald­a. Nú er búið að full­ból­u­setj­a rúm­leg­a 238 þús­und manns og ból­u­setn­ing haf­in hjá tæp­leg­a 26 þús­und til við­bót­ar. Ból­u­setn­ing er þó ekki á­vís­un á að slepp­a við veir­un­a og Þór­ólf­ur seg­ir það liggj­a ljóst fyr­ir að ból­u­setn­ing veit­i ekki hundr­að prós­ent vörn.

„Það eru allt­af að koma meir­i upp­lýs­ing­ar um það að ból­u­setn­ing­in er ekki alveg hundr­að prós­ent, hún skil­ar ekki full­um ár­angr­i í að koma í veg fyr­ir smit. Full ból­u­setn­ing er um það bil 80 prós­ent virk til að koma í veg fyr­ir smit en hins veg­ar um 95 prós­ent virk í að koma í veg fyr­ir al­var­leg­ar sýk­ing­ar. Ból­u­sett­ir geta enn feng­ið í sig veir­un­a og þeir geta smit­að aðra, við erum að sjá það svo­lít­ið núna.“

Þurf­um á­fram að vera vak­and­i

Engar sam­kom­u­tak­mark­an­ir eru í gild­i leng­ur en Þór­ólf­ur seg­ir mik­il­vægt að fylgj­ast vel með land­a­mær­un­um.

„Til að ná al­gjör­um tök­um á far­aldr­in­um inn­an­lands þurf­um við að ná tök­um á land­a­mær­un­um því smit­in koma inn í gegn­um þau. Við vit­um að það er fólk sem er að koma frá út­lönd­um, er full­ból­u­sett en er að bera með sér smit. Þett­a eru fáir ein­staklingar en þeir geta smit­að sitt nær­um­hverf­i. Það verð­ur fróð­legt að sjá hvort þess­i út­breidd­a ból­u­setn­ing núna muni koma í veg fyr­ir að við fáum stór­ar hóp­sýk­ing­ar,“ seg­ir hann.

Þór­ólf­ur við­ur­kenn­ir að starf hans hafi kom­ið nið­ur á fjöl­skyld­u­líf­in­u und­an­far­ið enda hafi hann þurft að kast­a öllu frá sér í bar­átt­unn­i við far­ald­ur­inn
Fréttablaðið/Eyþór Árnason

Frá því far­ald­ur­inn hófst í byrj­un síð­ast­a árs hafa ver­ið sett­ar á strang­ar sam­kom­u­tak­mark­an­ir inn­an­lands, þeim síð­an af­létt á með­an á­stand­ið var gott og þeim kom­ið aft­ur á er harðn­a tók á daln­um. Að­gerð­ir stjórn­vald­a hafa sætt gagn­rýn­i, bæði þeg­ar þær voru hert­ar og er slak­að var á þeim. Þór­ólf­ur seg­ir bar­átt­un­a við Co­vid vera þess eðl­is að erf­itt sé að vita hverj­u að­gerð­ir skil­i þeg­ar ráð­ist er í þær.

„Það er háð svo mörg­um hlut­um, sér­stak­leg­a hvern­ig al­menn­ing­ur tek­ur við sér, hvern­ig al­menn­ing­ur fer eft­ir því sem hann er beð­inn um að gera, sem hef­ur skil­að mest­um ár­angr­i. Við höf­um aldr­ei vit­að ná­kvæm­leg­a hvað ger­ist, hvort sem við vor­um að herð­a að­gerð­ir eða slak­a. Við höf­um allt­af þurft að renn­a svo­lít­ið blint í sjó­inn,“ seg­ir Þór­ólf­ur.

Snemm­a aug­ljóst í hvað stefnd­i

Að­spurð­ur hve­nær það hafi ver­ið ljóst í hvað stefnd­i varð­and­i far­ald­ur Co­vid-19 seg­ir Þór­ólf­ur það hafa leg­ið fyr­ir áður en far­ald­ur­inn byrj­að­i hér. Hann var þá kom­inn á flug víða ann­ars stað­ar og seg­ir Þór­ólf­ur enga á­stæð­u hafa ver­ið til þess að ætla að far­ald­ur­inn hegð­að­i sér öðr­u­vís­i hér en í öðr­um ríkj­um. Yfir­völd hafi stað­ið framm­i fyr­ir ein­faldr­i spurn­ing­u, hvern­ig ætti að eiga við þett­a og hvers­u lang­an tíma þett­a mynd­i taka. „Það viss­i nátt­úr­leg­a eng­inn,“ seg­ir hann.

Það var þó vit­að að þett­a mynd­i taka all­an þann tíma sem þyrft­i til þess að koma hér upp góðu ó­næm­i í sam­fé­lag­in­u. Gott ó­næm­i í sam­fé­lag­in­u fæst ekki nema með því að láta sýk­ing­un­a gang­a yfir alla og smit­a stærst­an hlut­a þjóð­ar­inn­ar eða þá að við mynd­um ná að byggj­a upp ó­næm­i með ból­u­setn­ing­um,“ seg­ir hann.

Hefð­i haft skelf­i­leg­ar af­leið­ing­ar

Í upp­haf­i far­ald­urs­ins var mik­ið rætt um þann mög­u­leik­a að láta veir­un­a gang­a hér yfir alla og ná þann­ig hjarð­ó­næm­i. Þór­ólf­ur seg­ir að hefð­i það ver­ið gert hefð­i það ver­ið skelf­i­legt. Alls hafa 30 manns lát­ist af völd­um Co­vid-19 á Ís­land­i og um tvö prós­ent þjóð­ar­inn­ar hafa greinst með veir­un­a. Á­lag­ið á heil­brigð­is­kerf­in­u hafi ver­ið mik­ið, eink­um í fyrst­u og þriðj­u bylgj­u far­ald­urs­ins.

„Mað­ur get­ur rétt í­mynd­að sér ef tíu prós­ent þjóð­ar­inn­ar hefð­u smit­ast á sama tíma. Það hefð­i ekki bara haft á­hrif á heils­u­far þeirr­a sem feng­u Co­vid, þett­a hefð­i einn­ig kom­ið nið­ur á heil­brigð­is­þjón­ust­u við aðra sjúk­ling­a­hóp­a sem hefð­i get­að haft skelf­i­leg­ar af­leið­ing­ar,“ seg­ir Þór­ólf­ur.

Til að fá gott ó­næm­i þurf­i að öll­um lík­ind­um mill­i 60 og 70 prós­ent­a smit í sam­fé­lag­in­u og ef ekk­ert hefð­i ver­ið að gert, líkt og ein­hverj­ir hafi lagt til, hefð­i á­stand­ið að hans mati get­að orð­ið mjög al­var­legt. Í Sví­þjóð á­kváð­u heil­brigð­is­yf­ir­völd að gríp­a ekki til rót­tækr­a að­gerð­a og stefn­a að hjarð­ó­næm­i með því að leyf­a far­aldr­in­um að gang­a yfir þjóð­in­a. Í rit­rýndr­i grein í vís­ind­a­rit­in­u Lanc­et segj­a sænsk­ir og band­a­rísk­ir vís­ind­a­menn að sú að­ferð hafi gert það að verk­um að mjög marg­ir smit­uð­ust og fjöld­i lést, mun fleir­i en í ná­grann­a­lönd­um sem réð­ust í víð­tæk­ar að­gerð­ir.

Sænsk­a leið­in ekki rædd

Þór­ólf­ur seg­ir þann mög­u­leik­a að fara sænsk­u leið­in­a, eins og hún hef­ur ver­ið nefnd, aldr­ei ver­ið rædd­an af al­vör­u hér.

„Ekki hjá á­byrg­um að­il­um, ekki hjá okk­ur. Það kom ekki til grein­a. Það var aug­ljóst að það mynd­i vald­a gríð­ar­leg­u vand­a­mál­i. Enda höf­um við séð það í þeim lönd­um sem það hef­ur gerst að dán­ar­tal­an er kannsk­i tíu til tutt­ug­u sinn­um hærr­i. Ef við hefð­um lent í svip­uð­um spor­um og Sví­ar til dæm­is, þá hefð­u kannsk­i 500 til 600 manns lát­ist af völd­um Co­vid. Ég held að menn hefð­u ekki ver­ið á­nægð­ir með það,“ seg­ir Þór­ólf­ur.

Þór­ólf­ur hef­ur lít­ið get­að hugs­að um ann­að en co­vid-bar­átt­un­a, all­ir dag­ar hafa far­ið í hana og lít­ið ver­ið um lík­ams­rækt og stund­ir með fjöl­skyld­unn­i.
Fréttablaðið/Eyþór Árnason

Byrj­að­i í barn­a­lækn­ing­um

Þór­ólf­ur lauk stúd­ents­próf­i frá Mennt­a­skól­an­um á Laug­ar­vatn­i árið 1973 og árið 1981 lauk hann em­bætt­is­próf­i í lækn­is­fræð­i frá Há­skól­a Ís­lands. Í fram­hald­i stund­að­i hann nám í al­menn­um barn­a­lækn­ing­um í Band­a­ríkj­un­um og svo nám í smit­sjúk­dóm­um barn­a í Band­a­ríkj­un­um. Hann seg­ist ekki geta sagt til um það hvern­ig á­hug­inn fyr­ir smit­sjúk­dóm­a­fræð­um kvikn­að­i.

„Mað­ur er auð­vit­að bú­inn að lifa og hrær­ast í þess­u lækn­is­starf­i frá því að mað­ur út­skrif­að­ist. Það var til­töl­u­leg­a snemm­a sem ég á­kvað að fara í lækn­is­fræð­i. Lækn­is­fræð­i er auð­vit­að mjög víð­tækt fag sem kem­ur inn á mjög margt. Ég á­kvað snemm­a að sér­hæf­a mig í barn­a­lækn­ing­um og ætl­að­i upp­haf­leg­a að fara í nýrn­a­sjúk­dóm­a barn­a þeg­ar ég fór til Amer­ík­u.“

Þeg­ar til Band­a­ríkj­ann­a var kom­ið kom þó ann­að hljóð í strokk­inn. Þór­ólf­ur seg­ir margt hafa heill­að sig í sam­band­i við smit­sjúk­dóm­a, til að mynd­a ból­u­setn­ing­ar, fyr­ir­byggj­and­i með­ferð gegn slík­um sjúk­dóm­um og með­ferð við þeim. „Fljót­leg­a þótt­u mér fyr­ir­byggj­and­i að­gerð­ir eins og ból­u­setn­ing­ar gríð­ar­leg­a á­hug­a­verð­ar enda ekki nein að­gerð í lækn­is­fræð­i sem hef­ur bjarg­að eins mörg­um. Það er kannsk­i hreint vatn sem jafn­ast á við ár­ang­ur ból­u­setn­ing­a. Mér fannst þett­a gríð­ar­leg­a á­hug­a­vert og hélt á­fram þeirr­i vinn­u þeg­ar ég kom heim, að vinn­a með ból­u­setn­ing­ar hér og ný ból­u­efn­i. Mér fannst það mjög á­hug­a­vert og hef aldr­ei séð eft­ir því,“ seg­ir hann.

Lýð­heils­u­mennt­un­in gagn­leg

Þór­ólf­ur lét þó ekki þar við sitj­a og fór í dokt­ors­nám í lýð­heils­u­vís­ind­um við Há­skól­a Ís­lands sem hann lauk árið 2013. Þar seg­ist hann hafa lært meir­a um fyr­ir­byggj­and­i lækn­is­fræð­i og séð að­gerð­ir í stærr­a sam­heng­i, sam­fé­lags­leg­u sam­heng­i. Þett­a hafi hon­um allt­af þótt mjög á­hug­a­vert fyr­ir­bær­i og leiðst inn á þá braut. Mennt­un­in hafi kom­ið mjög að gagn­i í bar­átt­unn­i gegn Co­vid-19.

„Ég byrj­að­i að vinn­a hjá þá­ver­and­i sótt­varn­a­lækn­i, Har­ald­i Briem, árið 2002 og var þá yf­ir­lækn­ir ból­u­setn­ing­a. Þett­a er gríð­ar­leg­a á­hug­a­vert, all­ar svon­a sam­fé­lags­leg­ar að­gerð­ir gegn al­var­leg­um smit­sjúk­dóm­um hvíl­a á sótt­varn­a­lækn­i sam­kvæmt sótt­varn­a­lög­um. Þess­i mennt­un hef­ur nýst mér mjög vel í þett­a starf,“ seg­ir hann.

Beið eft­ir far­aldr­i

Þrátt fyr­ir að ekki hafi ver­ið hægt að sjá fyr­ir far­ald­ur­inn seg­ir Þór­ólf­ur hann hafa beð­ið eft­ir far­aldr­i sem þess­um leng­i. Árið 2009 bloss­að­i upp heims­far­ald­ur in­flú­ens­u, sem var þó í engr­i lík­ing­u við það sem nú er. Mun­ur­inn á in­flú­ens­u og Co­vid seg­ir hann vera að um leið og infl­ú­ens­u­far­ald­ur­inn hófst hafi ver­ið byrj­að að fram­leið­a ból­u­efn­i og því hafi ver­ið hægt að ráð­ast í ból­u­setn­ing­ar snemm­a og þar með ráða nið­ur­lög­um far­ald­urs­ins.

„Í til­fell­i Co­vid þá var ekk­ert ból­u­efn­i til þann­ig að það þurft­i að byrj­a alveg frá núll­i. Það tók ó­trú­leg­a stutt­an tíma, það tók ár að fram­leið­a í ein­hverj­um mæli ból­u­efn­i. Það var alveg ein­stakt. Auð­vit­að hefð­i mað­ur vilj­að fá ból­u­efn­i fram á sjón­ar­svið­ið mun hrað­ar,“ seg­ir hann.


Þett­a á eft­ir að koma aft­ur. Það er bara tím­a­spurs­mál.


„Mað­ur viss­i að það kæmi upp stór far­ald­ur, ann­að­hvort mynd­i hann koma þeg­ar mað­ur var sjálf­ur að vinn­a eða þá ein­hvern tíma seinn­a. Þett­a á eft­ir að koma aft­ur. Það er bara tím­a­spurs­mál.“

Hvort það verð­i ann­ar far­ald­ur kór­ón­u­veir­u seg­ir hann ó­mög­u­legt að segj­a til um slíkt, það gæti ver­ið nán­ast hvað sem er. Hins veg­ar sé ljóst að bú­ast megi við öðr­um heims­far­aldr­i in­flú­ens­u enda komi slík­ir far­aldr­ar regl­u­leg­a.

Bar­átt­an tek­ið all­an hans tíma

Þór­ólf­ur seg­ir bar­átt­un­a hafa tek­ið nán­ast all­an sinn tíma og fá tæk­i­fær­i gef­ist til að sinn­a öðru. „Ég hef nú fram að þess­u ver­ið í lík­ams­rækt og öðru slík­u þó að það sjá­ist kannsk­i ekki á mér. Einn­ig hef ég ver­ið að gutl­a í mús­ík en þett­a hef­ur þó ræk­i­leg­a dott­ið nið­ur í Co­vid. Ég hef sár­a­lít­ið get­að sinnt þess­u, sem er ekki gott. Það hef­ur nán­ast all­ur tími far­ið í Co­vid, all­ir dag­ar. Það er kannsk­i fyrst núna sem mað­ur er að­eins far­inn að líta upp úr þess­u. Fram að þess­u hafa all­ir dag­ar far­ið í þett­a, virk­ir og helg­ir dag­ar. Það er bara þann­ig. Ég hef lít­ið get­að hugs­að um ann­að,“ seg­ir hann.

Á­stand­ið er nokk­uð ann­að nú, fá smit grein­ast og ból­u­setn­ing­ar gang­a vel. Þett­a hef­ur að­eins létt á­lag­in­u af Þór­ólf­i og þeim sem starf­a hjá em­bætt­in­u en erf­itt sé að spá fyr­ir um fram­hald­ið.


Ég hef á til­finn­ing­unn­i að við séum í smá bið­stöð­u, smá logn­i – hvort það er svik­a­logn veit ég ekki.


„Ég hef á til­finn­ing­unn­i að við séum í smá bið­stöð­u, smá logn­i – hvort það er svik­a­logn veit ég ekki. Ég vona bara að logn­ið muni end­ast okk­ur, það er að segj­a að þett­a ó­næm­i sem við höf­um náð upp með ból­u­setn­ing­un­um verð­i við­var­and­i,“ seg­ir hann.

„Ég er að nálg­ast starfs­lok eft­ir tvö ár eða svo, þett­a verð­ur að öll­um lík­ind­um búið fyr­ir þann tíma. Þá taka ein­hverj­ir aðr­ir við. Þett­a er auð­vit­að ei­líf bar­átt­a við þess­a bless­uð­u sýkl­a, það tek­ur bara eitt við af öðru. Það er af nógu að taka,“ seg­ir hann um stríð­ið gegn sýkl­un­um.

„Það tek­­ur bara eitt við af öðru. Það er af nógu að taka,“ seg­­ir Þór­ólf­ur um stríð­­ið gegn sýkl­­un­­um.
Fréttablaðið/Eyþór Árnason

Fjöl­skyld­an stað­ið þétt að baki sér

Eig­in­kon­a Þór­ólfs er Sara Haf­steins­dótt­ir, fyrr­ver­and­i yf­ir­sjúkr­a­þjálf­ar­i á Land­spít­al­an­um, og eiga þau tvo syni. Hann seg­ir á­hrif­in á fjöl­skyld­un­a hafa ver­ið mik­il enda hef­ur Þór­ólf­ur unn­ið myrkr­ann­a á mill­i síð­ast­a eina og hálf­a ár. „Fjöl­skyld­an hef­ur stutt mig gríð­ar­leg­a. Það er auð­vit­að ó­trú­legt hvað fólk læt­ur gang­a yfir sig, allt þett­a var auð­vit­að í al­gjör­um for­gang­i og mað­ur kast­ar öllu frá sér. Þett­a kem­ur nið­ur á fjöl­skyld­u­líf­i. Það er bara það sama og al­menn­ing­ur hef­ur þurft að gera líka, það hafa ver­ið tak­mark­an­ir, fólk hef­ur ekki náð að hitt­ast og því­um­líkt. Þett­a á við fleir­i en það er auð­vit­að hár­rétt að það er frum­skil­yrð­i til að mað­ur hald­i þett­a út að mað­ur hafi góð­an bak­hjarl heim­a fyr­ir,“ seg­ir Þór­ólf­ur.

Fjöl­marg­ir Ís­lend­ing­ar hafa beð­ið spennt­ir eft­ir því að geta loks ferð­ast utan land­stein­ann­a á ný. Þór­ólf­ur er þó ekki einn af þeim og seg­ist ekki vera bú­inn að kaup­a miða í sól­in­a á Ten­er­if­e.


Ís­land hef­ur svo margt upp á að bjóð­a þann­ig að það er eng­um vork­­unn að vera hér. Það er lúx­us hér mið­að við á mörg­um öðr­um stöð­um.


„Ég hef nú gef­ið það út að ég sjái enga á­stæð­u til þess að vera að fara til út­land­a. Ég held að það að fara til út­land­a, sér­stak­leg­a ef fólk er ób­ól­u­sett, sé ekki snið­ugt. Með börn til dæm­is, ób­ól­u­sett­ir geta smit­ast og við höf­um séð það að fólk er að koma jafn­vel ból­u­sett með veir­un­a og veikj­ast, enn þá. Mér finnst ég ekki eiga neitt er­ind­i til út­land­a. Ís­land hef­ur svo margt upp á að bjóð­a þann­ig að það er eng­um vork­­unn að vera hér. Það er lúx­us hér mið­að við á mörg­um öðr­um stöð­um. Ég veit ekki hvað mað­ur hef­ur að sækj­a á mörg­um stöð­um þar sem er meir­a og minn­a lok­að – ekki nema kannsk­i til að rétt kom­ast í sól en það er nú sól fyr­ir aust­an,“ seg­ir Þór­ólf­ur í létt­um dúr.

Aldrei mark­mið­ið að verð­a fræg­ur

Það er ó­hætt að segj­a að Þór­ólf­ur sé orð­inn lands­fræg­ur eft­ir að hafa ver­ið regl­u­leg­ur við­mæl­and­i fjöl­miðl­a, auk þess að taka þátt í upp­lýs­ing­a­fund­um al­mann­a­varn­a sem um tíma voru haldn­ir nokkr­um sinn­um í viku, oft­ast með Ölmu Möll­er land­lækn­i og Víði Reyn­is­syn­i, yf­ir­lög­regl­u­þjón­i al­mann­a­varn­a­deild­ar rík­is­lög­regl­u­stjór­a. Hann seg­ist þó ekki vera upp­tek­inn af frægð­inn­i.

„Ég hef svo sem ekki ver­ið að velt­a því neitt fyr­ir mér. Þett­a plag­ar mig ekki mik­ið. Ég hef bara kom­ið fram með það sem ég veit og get og þekk­i og finnst. Ég hef reynt að vera heill og sann­ur í því. Ég hef ekki ver­ið að setj­a mig í sér­stak­ar stell­ing­ar hvað það varð­ar enda er það bara mjög erf­itt í þess­u að gera það. Auð­vit­að hef ég not­ið góðs af því að fólk­i hef­ur svon­a al­mennt séð lík­að við mig, að horf­a á mig. Það hefð­i ver­ið verr­a ef ég hefð­i allt í einu far­ið í taug­arn­ar á öll­um. Auð­vit­að eru mis­mun­and­i skoð­an­ir á mér eins og öðr­um en ég held að upp til hópa hafi fólk­i lík­að á­gæt­leg­a við það sem ég hafð­i fram að færa,“ seg­ir hann.


Þett­a þýð­ir þó að mað­ur get­ur ekki piss­að und­ir hús­vegg í góðu tómi


„Ég hef oft sagt að það plag­ar mig ekki neitt þó að fólk sé að veit­a mér at­hygl­i. Þett­a þýð­ir þó að mað­ur get­ur ekki piss­að und­ir hús­vegg í góðu tómi eins og mað­ur kannsk­i gerð­i. Það má reynd­ar ekki, ég held að það sé ó­lög­legt að piss­a úti.“

Stjórn­mál­a­menn stað­ið sig vel

Þór­ólf­ur er hóg­vær og seg­ir sig ein­ung­is sam­nefn­ar­a fyr­ir fjöld­a manns sem starf­a hjá Em­bætt­i land­lækn­is, al­mann­a­vörn­um og víð­ar. Sam­starfs­fólk hans hafi unn­ið þrek­virk­i sem ekki hafi far­ið hátt. „Ég, Alma og Víð­ir höf­um ver­ið sam­nefn­ar­i fyr­ir þá vinn­u. Auð­vit­að er það mik­il­vægt að fólk treyst­i þeim sem eru að segj­a þeim frétt­irn­ar og koma með skil­a­boð­in. Við höf­um not­ið góðs af því að fólk virð­ist upp til hópa treyst­a okk­ur. Það hef­ur ver­ið já­kvætt.“


Það er mik­ið lán fyr­ir okk­ur á Ís­land­i að hafa þess­a stjórn­mál­a­menn sem stýr­a þess­um mál­um.


Sam­starf sótt­varn­a­yf­ir­vald­a og stjórn­vald­a hef­ur geng­ið mjög vel að hans mati og ver­ið nauð­syn­legt. „Það er mik­ið lán fyr­ir okk­ur á Ís­land­i að hafa þess­a stjórn­mál­a­menn sem stýr­a þess­um mál­um, þau gerð­u sér fljótt grein fyr­ir því út á hvað þett­a gekk og hvað­a að­gerð­um best væri að beit­a. Það var þeirr­a með­vit­að­a á­kvörð­un að hafa þett­a svon­a og ég held að það hafi geng­ið á­gæt­leg­a,“ seg­ir hann.

Les­ið í lík­ams­tján­ing­u

Fyrst­i upp­lýs­ing­a­fund­ur al­mann­a­varn­a var þann 27. febr­ú­ar 2020. „Ég man eft­ir fyrst­a blað­a­mann­a­fund­in­um, þar sát­um við og menn voru að gera at­hug­a­semd­ir við það hvern­ig ég var með hend­urn­ar og svon­a. Það komu ýmis komm­ent á það og það átti að fyr­ir­still­a ein­hvern innr­i mann, hvað ég væri að hugs­a, hvort ég væri að skrökv­a eða segj­a sann­leik­ann. Það fannst mér spaug­i­legt.“

Hann seg­ist ekki vera á leið í sum­ar­frí strax þó að hæg­ar­a sé um hjá Em­bætt­i land­lækn­is. „Ég á mik­ið frí inni og fer seinn­i­part­inn í júlí fram í ág­úst. Það er ekk­ert hægt að fara því fólk­ið sem hér vinn­ur hef­ur unn­ið gríð­ar­leg­a mik­ið og á rétt á sínu fríi. Við þurf­um að deil­a því rétt­látt út,“ seg­ir Þór­ólf­ur að lok­um.

Þór­ólf­ur fékk á­bend­ing­ar um lík­ams­tján­ing­u sína eft­ir fyrst­a upp­lýs­ing­a­fund­inn sem hann seg­ir hafa ver­ið spaug­i­legt.
Fréttablaðið/Eyþór Árnason
Athugasemdir