Þeir sem elska stórar bensínvélar þurfa samt ekkert að óttast því að LT2 V8-vélin fær að halda sér. Um er að ræða 6,2 lítra vél sem ásamt rafmótornum skilar 646 hestöf lum. Þótt það sé aðeins undir afli C8 Z06 er E-Ray samt fljótari í hundraðið vegna rafmótorsins, eða aðeins 2,5 sekúndur. Rafmótorinn er tengdur við 1,9 kWst rafhlöðu sem er ekki hlaðanleg með snúru.

Miðjuskjárinn hallar að ökumanni og stýrið er ekki alveg hringlaga.

Vélin getur slökkt á fjórum strokkum til að spara eldsneyti og jafnvel er hægt að aka bílnum stuttar vegalengdir á rafmagninu eingöngu. Er þá keyrt á Stealth Mode akstursstillingu en hægt er að velja á milli sex stillinga og þar með talið brautarstillingar. Bíllinn er 110 kílóum þyngri en hefðbundin Corvette vegna rafbúnaðarins og þess vegna eru keramikbremsur og Magnetic Ride Control-fjöðrun staðalbúnaður. Grunnútfærsla Corvette E-Ray mun kosta frá 15 milljónum króna í Bandaríkjunum.