Frum­drög að fyrstu fram­kvæmda­lotu Borgar­línunnar eru komin út þar sem kynntar eru fyrstu heild­stæðu til­lögur að út­færslu borgar­línu­fram­kvæmda, frá Ár­túns­höfða að Hamra­borg, sem er fyrsta fram­kvæmda­lota Borgar­línunnar.

Frum­drögin verða kynnt í streymi á nýjum vef Borgar­línunnar klukkan 10 í dag en hægt er að fylgjast með streyminu í þessari frétt.

„Fyrsta fram­kvæmda­lota er um 14 km löng og mun hún annars vegar liggja frá Ár­túns­höfða í Reykja­vík, yfir nýja brú yfir Elliða­ár­vog, eftir Suður­lands­braut að Hlemmi og að Mið­borginni og hins vegar frá HÍ, HR og yfir nýja Foss­vogs­brú að Hamra­borg,“ er haft eftir Hranfkeli Á. Proppé, for­svars­manni Verk­efna­stofu Borgar­línunnar í fréttatilkynningu.

Vist­væn fram­tíð vaxandi borgar

„Tals­verðar breytingar verða á götu­rými og sam­göngu­skipu­lagi þar sem um­ferð gangandi, hjólandi og al­mennings­sam­göngur verða sett í for­gang. Sam­hliða upp­byggingu á Borgar­línunni er sem dæmi gert ráð fyrir 18 km af nýjum hjóla­stígum og 9 km af göngu­stígum. Með breytingu á götu­rýminu gefst tæki­færi til að auka gæði rýmisins, með góðu að­gengi og að­laðandi um­hverfi að leiðar­ljósi,“ er haft eftir Hrafn­keli í frétta­til­kynningu.

Raun­hæfir val­kostir dreifa á­laginu

„Í hverri viku fjölgar í­búum höfuð­borgar­svæðisins um 90 og spáð er að þeir verði orðnir yfir 300.000 innan tveggja ára­tuga. Þessari aukningu fylgir meiri um­ferð. „Til að leysa um­ferðar­hnúta fram­tíðarinnar þarf að styrkja inn­viði fyrir fjöl­breytta ferða­máta, m.a. að byggja upp há­gæða al­mennings­sam­göngur sem verða raun­hæfur val­kostur við einka­bílinn,“ segir Davíð Þor­láks­son, fram­kvæmda­stjóri Betri sam­gangna ohf., en það er fé­lag sem hefur yfir­um­sjón með Borgar­línunni og með al­mennri upp­byggingu sam­göngu­inn­viða á höfuð­borgar­svæðinu í sam­ræmi við Sam­göngu­sátt­málann.