Til­kynnt var um vinnu­slys í Hafnar­firði í gær en þar hafði frosinn jarð­vegur hrunið ofan í holu og yfir fót starfs­manns verk­taka. Að sögn lög­reglu var talið að um minni­háttar á­verka væri að ræða en starfs­maðurinn var fluttur á bráða­mót­töku til skoðunar.

Tvö þjófnaðar­mál í verslunum í hverfi 108 komu inn á borð lög­reglu í gær. Í öðru til­vikinu eru nokkrir ein­staklingar grunaðir. Þá var til­kynnt um skemmdar­verk í hverfi 103 þar sem ein­stak­lingur skemmdi inn­kaupa­kerru.

Eldur kom upp í rusla­tunnum í Hafnar­firði í gær­kvöldi og var slökkvi­lið búið að slökkva áður en lög­regla kom á vett­vang. Loks var til­kynnt um um­ferðar­ó­happ í Hafnar­firði þar sem bif­reið og vespa rákust saman. Meiðsli öku­manns vespunnar voru talin minni­háttar en eitt­hvað tjón varð á öku­tækjum.