Tilkynnt var um vinnuslys í Hafnarfirði í gær en þar hafði frosinn jarðvegur hrunið ofan í holu og yfir fót starfsmanns verktaka. Að sögn lögreglu var talið að um minniháttar áverka væri að ræða en starfsmaðurinn var fluttur á bráðamóttöku til skoðunar.
Tvö þjófnaðarmál í verslunum í hverfi 108 komu inn á borð lögreglu í gær. Í öðru tilvikinu eru nokkrir einstaklingar grunaðir. Þá var tilkynnt um skemmdarverk í hverfi 103 þar sem einstaklingur skemmdi innkaupakerru.
Eldur kom upp í ruslatunnum í Hafnarfirði í gærkvöldi og var slökkvilið búið að slökkva áður en lögregla kom á vettvang. Loks var tilkynnt um umferðaróhapp í Hafnarfirði þar sem bifreið og vespa rákust saman. Meiðsli ökumanns vespunnar voru talin minniháttar en eitthvað tjón varð á ökutækjum.