Íþrótta- og tómstundaráð Hafnarfjarðarbæjar hafnaði umsókn Fríkirkjunnar í Hafnarfirði um aðgang að frístundastyrk bæjarfélagsins.

Var það gert á grundvelli þess að ekki hefði áður komið til þess að trúfélög fengju aðgang að frístundastyrkjum.

Um er að ræða mánaðarlegan styrk upp á 4.500 krónur, sem einstaklingar á aldursbilinu 6-18 ára geta sótt um og gerir börnum í bænum kleift að taka þátt í íþrótta- og tómstundastarfi óháð efnahag fjölskyldna, efla íþróttastarf og annað forvarnastarf í Hafnarfirði.

Um leið áréttar nefndin að skerpt verði á reglum um frístundastyrk svo að augljóslega komi fram að hann sé ekki ætlaður trúfélögum.