Innlent

„Frið­sam­legri heimur hlýtur að vera mark­mið okkar allra“

​Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra ræddi um framlög Íslands til varnarmála og nauðsyn þess að efla þróunar- og mannúðaraðstoð og stuðning við flóttafólk á leiðtogafundi Atlandshafsbandalagsins í Brussel í dag.

„Mér fannst mikilvægt að nálgast öryggismál á breiðum grunni þar sem ógnir nútímans eru síður en svo hefðbundnar hernaðarógnir.“ Fréttablaðið/Ernir Eyjólfsson

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra ræddi um framlög Íslands til varnarmála og nauðsyn þess að efla þróunar- og mannúðaraðstoð og stuðning við flóttafólk á leiðtogafundi Atlandshafsbandalagsins í Brussel í dag. 

Á fundinum var meðal annars rætt um framlög til varnarmála, fjölþátta ógnir, netöryggi,stöðu mála í Miðausturlöndum og samskiptin við Rússland og Norður-Kóreu. Katrín gerði afvopnun að sérstöku umtalsefni með aðaláherslu á kjarnorkuafvopnun ásamt því að tala fyrir heimsfriði, ræða um mikilvægi kynjajafnréttis, og þær ógnir sem stafa af loftslagsbreytingum.

„Mér fannst mikilvægt að nálgast öryggismál á breiðum grunni þar sem ógnir nútímans eru síður en svo hefðbundnar hernaðarógnir. Þær kalla á nýjar lausnir þar sem mikilvægast er að stuðla að friði með því að efla jöfnuð og jafnrétti, berjast gegn loftslagsbreytingum og leita friðsamlegra og pólitískra lausna í erfiðum deilumálum. Friðsamlegri heimur hlýtur að vera markmið okkar allra,“ sagði Katrín á fundinum í dag.

Á sama tíma fór fram sérstakur vinnukvöldverður utanríkisráðherra NATO ásamt leiðtogum samstarfsríkja NATO það er Írak, Jórdanía og Túnis. Leiðtogafundurinn sem hófst í dag lýkur á morgun, en Charles Michel, forsætisráðherra Belgíu, er gestgjafi fundarins. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Fór illa út úr hruninu en vann 45 milljónir í vikunni

Innlent

Reyndi að borða flug­miðann sinn

Innlent

Fínt vetrar­veður fram eftir degi en hvessir í kvöld

Auglýsing

Nýjast

Á­rásar­maðurinn myrti fimm manns á vinnu­stað í Illin­ois í gær

Leiðar­vísir að Kata­lóna­réttar­höldunum

Réðist á gesti og starfs­fólk

Nefnd HÍ skeri ekki úr um lögmæti rannsókna

Öllu tjaldað til við leit að loðnu austur fyrir landi

Vill ekki vanrækja bandamenn lengur

Auglýsing